is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16035

Titill: 
  • Tengsl skólatengdrar hvatningar og trú ungmenna á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun ungmenna í 9. bekk af skólatengdri hvatningu og tengsl þeirrar upplifunar við trú þeirra á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi. Trú á eigin getu og sjálfstjórnun í námi eru taldir hluti af alhliða þroska og námshæfni nemenda sem skólinn á að leggja áherslu á samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla. Rannsóknir hafa sýnt að þegar nemendur hafa trú á eigin getu til sjálfstjórnunar geta þeir betur skipulagt vinnu sína og framkvæmt það sem þarf til að ná tilætluðum árangri. Talið er mikilvægt að efla sjálfstjórnun í námi með því að hvetja nemendur til að meta sjálfa sig sem námsmenn, skoða styrkleika sína og þau samskipti og vinnubrögð sem ríkja í kennslustofunni.
    Rannsóknin sem verkefnið byggir á var framkvæmd haustið 2012 og er hluti af langtímarannsókn, Dr. Steinunnar Gestsdóttur og Kristjáns Ketils Stefánssonar doktorsnema, á þróun námsáhuga og sjálfstjórnunar meðal ungmenna á Íslandi. Í fyrstu gagnasöfnun tóku 540 ungmenni í 9. bekk þátt og byggja niðurstöður þessarar rannsóknar á þeim gögnum. Niðurstöðurnar benda til þess að sterk tengsl séu á milli skólatengdrar hvatningar og trú ungmenna á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi. Um 62% ungmenna voru sammála um að skólinn í heild hvetji þau áfram og 67% ungmenna telja að kennarar hvetji þau til að gera eins vel og þau geta. En mikilvægt er að horfa til þeirra nemenda sem ekki telja sig fá skólatengda hvatningu, niðurstöðurnar gefa til kynna að hlutfallið er um 35% ungmenna í þessari rannsókn. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að stúlkur eru líklegri til að hafa meiri trú á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi en drengir en að stúlkur og drengir upplifa jafn mikla skólatengda hvatningu. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa það hagnýta gildi að mikilvægt er að allir nemendur upplifi hvatningu frá skólanum, bæði stúlkur og drengir. Hvatningin þarf að koma frá skólanum í heild og ekki síður frá kennurum til að efla trú þeirra á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi. Þessum niðurstöðum þarf skólinn að huga að þegar skapa á hvetjandi umhverfi fyrir ungmenni með það að leiðarljósi að efla námshæfni og alhliða þroska þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study is to examine school-related motivation and its connection to young people self- efficacy for self-regulated learning. These factors are thought to strengthen the overall development and learning skills of students in the school which, according to the Iceland’s national school curriculum, is one of the major goals of the school system. Studies have shown that self-efficacy is a prerequisite for people to organize themselves and practise what is required to achieve the desired results. It is considered important to promote self-regulated learning by encouraging students to evaluate themselves as students, see their strengths and also the interactions and practices which are used in the classroom. The findings on which the current study is built, was carried out during the autumn of 2012 and is part of an on-going research by Dr. Steinunn Gestsdóttir and Ph.D. student Kristján Ketill Stefánsson, on the development of motivation and self-regulation among adolescents in Iceland. Around 540 adolescents participated in the first data collection on which the results of this study are based. Result of the study indicates that a strong correlation exists between how youths experience school-related motivation and their learning skills. Most of the young people agreed that both the school and teachers encourages them to do their best. About 62% of young people agreed that the school as a whole encourages them and 67% of young people believe that teachers encourage them to do as well as they can. But it is important to consider students who do experience school-related motivation which, according to the results is about 35% of adolescents. Furthermore, results indicate that girls have higher levels of self-efficacy for self-regulated learning than boys, and their perceptions of motivation correlates more highly to their self-efficacy for self-regulated learning than among boys. The result of the study further underline the fact that boys have lower levels of self-efficacy for self-regulated learning and girls who have little self-efficacy for self-regulated learning experience less school related motivation than others their age.

Samþykkt: 
  • 17.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa Lyng Magnúsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna