is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16038

Titill: 
  • Áhrif hvata á störf lækna
  • Titill er á ensku The Impact of Incentives on Physician Practices
Útgáfa: 
  • Júní 2013
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á raungögnum benda til þess að fólk bregðist við hvötum. Slíkt viðbragð er þó mismikið við mismunandi aðstæður. Í þessari grein eru áhrif mismunandi greiðslufyrirkomulags á störf lækna skoðuð. Ferliverkasamningar sem voru tímabundið við lýði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru teknir til skoðunar, saga þeirra er rakin og varpað ljósi á hvaða áhrif afnám þeirra hefur haft á samfélagið. Mældar voru hlutfallslegar líkur á að sjúklingum væri vísað í speglun eftir að ferliverkasamningar féllu úr gildi, samanborið við þegar þeir voru í gildi. Tíðni speglana árin 2000-2002 var borin saman við tíðni speglana árin 2003-2005. Gögn fengust frá Landspítala við Hringbraut þar sem speglanir voru flokkaðar eftir tegundum yfir tímabilið. Frá Landspítala í Fossvogi fengust aðeins tölur um heildarspeglanir á ári úr starfsemisupplýsingum spítalans. Frá Sjúkratryggingum Íslands fengust tölur yfir mismunandi speglanir framkvæmdar á einkastofum lækna á tímabilinu og að lokum fengust, til samanburðar, sambærilegar tölur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Akureyri átti engin breyting sér stað í greiðslutilhögun til lækna á tímabilinu. Niðurstöður sýndu að á einkastofum voru 185% meiri líkur á að einstaklingar færu í meltingavegs- og berkjuspeglun eftir að ferliverkasamningum lauk, en á Landspítalanum minnkuðu líkurnar á speglun um 38,2%. Hlutfallsleg hætta á að einstaklingum væri vísað í speglun á höfuðborgarsvæðinu heilt á litið jókst en líkurnar voru 3,57% meiri á speglun eftir að ferliverkasamningum lauk. Metin tengsl breytinga á greiðslufyrirkomulagi og speglanatíðni eru töluverð, bæði hvað varðar tölfræðilega marktækni og stærð áhrifanna, sem geta tæpast talist smávægileg.

  • Útdráttur er á ensku

    Theoretical economics and empirical results indicate that people respond to incentives. However, the magnitude of those responses differs according to behavior and context. We investigated the effect of contracts for ambulatory-care services temporarily in effect at Landspitali - The National University Hospital of Iceland on physicians’ practices. The relative risk of endoscopy referrals was calculated after per-referral compensations were eliminated, versus when they were in effect. The frequency of endoscopies during the years of 2000-2002 was compared to the frequency of endoscopies in the years 2003-2005. Data was collected from the University Hospital at Hringbraut (LSH-Hringbraut) along with the University Hospital in Fossvogur (LSH-Fossvogi). Data was also collected from The Icelandic Health Insurance (Sjúkratryggingar Íslands) on endoscopies preformed at physicians’ private clinics. For comparison, analogous data was collected from Akureyri Hospital where no change in physician compensations occurred over the time period. The results showed a 185% increased chance of referrals to an endoscopy at private physicians’ offices after the contracts on ambulatory care services were eliminated. At the University Hospital however, these chances decreased by 38.2%. The overall relative risk of being referred to an endoscopy in the capital region increased by 3.57% after the contracts were eliminated. The assessed relationship between changes in payment schedules to physicians and the frequency rate of endoscopies is statistically, as well as practically significant.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2013, 9 (1), bls. 101-112
ISSN: 
  • 1670-679X
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 17.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2013.9.1.5.pdf759.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna