is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16046

Titill: 
  • Lesum fyrir börnin okkar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lestur er mikilvægur þáttur í daglegu lífi hvers einstaklings, því er afar mikilvægt að börn alist upp við lestur bóka strax frá fyrstu mánuðum ævi sinnar. En sýnt hefur verið fram á að lestraráhugi og -venjur hefjist heima fyrir. Foreldrar eru í flestum tilfellum aðalfyrirmyndir barna sinna og því er nauðsynlegt að þeir sýni lestrinum áhuga, bæði með því að lesa sjálfir og fyrir börnin sín.
    Í þessu verkefni er fjallað um mikilvægi lestrar fyrir börn og lestrarvenjur leikskólabarna skoðaðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort foreldrar/forráðamenn lesi fyrir börnin sín á hverjum degi og hvernig bækur eru lesnar fyrir börnin. Enn fremur var athugað hvort börnin biðji um að lesið sé fyrir þau, hvort bækur eru sjáanlegar í umhverfi barnanna og hvort farið er með þau á bókasöfn.
    Rannsóknin byggir á niðurstöðum sem safnað var með megindlegri rannsóknaraðferð þar sem gagna var aflað með spurningalistakönnun sem foreldrar/forráðamenn svöruðu. Notað var hentugleikaúrtak þar sem úrtakið var fjögurra til sex ára leikskólabörn en spurningalisti var sendur út frá leikskólum í Hafnarfirði og á Norðurlandi vestra til foreldra/forráða-manna barna leikskólanna. Rannsóknin var framkvæmd á haustmánuðum 2012. Sendir voru út 195 spurningalistar og skiluðu sér alls 130 til baka sem gaf 67% svörun.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að um helmingur foreldra, sem tóku þátt í könnuninni, les fyrir börnin sín á hverjum degi. Oftast eru lesnar hefðbundnar barnabækur og er algengast að um fimmtán mínútum sé varið í lestur þegar honum er sinnt. Ríflega helmingur barnanna biður mjög oft um að lesið sé fyrir þau og langflestir þátttakenda svöruðu að bækur væru sýnilegar á heimilinu. Hins vegar kom á óvart hve stór hluti foreldra fer ekki með börn sín á bókasöfn.
    Ljóst er að efla þarf fræðslu til foreldra um mikilvægi lestrar fyrir börn. Nauðsynlegt er að foreldrar séu upplýstir um mikilvægi lestrar heima fyrir, góðs aðgengis að bókum og ferða á bókasöfn. Foreldrar, sem á þann hátt efla lestrarvenjur barna sinna, stuðla að auknum orðaforða og málskilningi þeirra en það leggur grunn að góðum námsárangri á skólagöngu.

  • Útdráttur er á ensku

    Reading is an important factor in every individual's life. Therefore it is
    essential that book reading is introduced to children already in the first
    months of their lives. It has been shown that children´s interest in reading
    and their reading habits primarily develop at home. Parents are, in most
    cases, their children's biggest role models and it is therefore important that
    they show interest in reading.
    This study focuses on the importance of reading for children. The
    objective is to examine whether parents/legal guardians read for their
    children on a daily basis, what they read, how much time they spend
    reading each day and whether books are visible in their homes.
    The research is based on data collected by a quantitative analysis, where
    parents/legal guardians were asked to answer a questionnaire. A
    convenience sampling was used and the sample was four to six year old
    children. The question list was sent out from the kindergartens in
    Hafnarfjörður and in the North West of the country to parents/guardians of
    the kindergarten students. The research was done in the fall of 2012. There
    were sent out 195 questionnaires and a total of 130 questionnaires were
    answered which gave 67% response.
    The study reveals that about half of the parents that participated in the
    research read to their children on a daily basis. The most common reading
    material is children books and the reading takes about 15 minutes on
    average. Most of the participating parents state that books are visible in
    their homes. Furthermore, the research reveals that a strikingly large part
    of parents do not visit libraries with their children.
    Parents have to be informed of the importance of reading for children.
    By reading, having books available at home and taking their children to the
    library, parents can increase their children´s vocabulary and understanding
    and thereby encourage academic success.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur Guðrún Júlíusdóttir.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna