is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16047

Titill: 
  • VAXA starfsþróunarlíkanið : heildræn nálgun í starfsþróun kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á menntakerfum víða um heim. Íslenskt skólakerfi stendur einnig í miðju breytingarferli. Ný menntastefna hefur verið sett, lög um menntun hafa verið endurskoðuð og nýjar aðalnámskrár hafa litið dagsins ljós á öllum skólastigum. Rannsóknir hafa verið gerðar á störfum íslenskra kennara og sveitarfélög hafa mótað stefnu í skólamálum til ársins 2020. Ytri rammi menntakerfisins hefur því verið mótaður fyrir komandi ár og komið er að innleiðingu breytinganna. Ein af forsendum þess að breytingar eigi sér stað í skólum er að kennarar fái tækifæri til þess að tileinka sér nýjungar og að tími og svigrúm sé gefið til þess.
    Markmið þessa verkefnis er að setja fram og rökstyðja hugmynda-fræðilegan grunn starfsþróunarlíkans sem hefur verið í þróun undanfarin tvö ár og hefur fengið nafnið VAXA. Ég mun í verkefninu lýsa þeim leiðum sem ég fór til að koma af stað starfsþróun innan skólanna í Garðabæ, með því að nota VAXA starfsþróunarlíkanið. VAXA er heildræn nálgun að stefnu-miðaðri starfsþróun kennara. Líkaninu er ætlað að svara þörfinni fyrir skýra og heildræna leið í starfsþróun, sem byggir á skilningi á þörfum starfandi kennara og býður upp á fjölbreyttar leiðir sem henta margbreytilegum hópi fagfólks.
    Í VAXA starfsþróunarlíkaninu er leitað leiða til að festa starfsþróun í sessi sem stöðugt endurnýjunarferli ævináms í daglegu starfi kennara. Tilgangur VAXA er að skapa lifandi og virkan vettvang fyrir nám, hugmyndir, aðferðir og reynslu í skólasamfélaginu. VAXA er ætlað að stuðla að auknu samstarfi skóla og byggja upp lifandi og kröftugan vettvang skólafólks í samvinnu við nærumhverfið. Ætlunin er að virkja mannauðinn sem býr innan skólasamfélagsins til að auka samvinnu, ryðja burtu hindrunum við starfsþróun og efla faglegt starf. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir hugmyndunum sem liggja að baki líkansins, þær röstuddar og bent á leiðir til þess að hugmyndirnar nái fram að ganga. Þróun líkansins hefur farið fram á vettvangi í samvinnu við grunnskólasamfélagið í Garðabæ árin 2011 - 2013.

  • Útdráttur er á ensku

    The VAXA model
    A holistic approach for professional development of teachers
    Educational systems are currently undergoing changes in various parts of the world. In Iceland a new educational policy has been created, the legislation on educational matters has been revised, and new curriculum for all levels of the educational system have been published. Extensive research has been conducted on the work of Icelandic teachers. In addition Municipalities have also created a strategy on educational matters for the years until 2020. A framework for the educational system of the coming years has been formed. Hence, it is time for implementation of the new strategy. One of the prerequisite for changes to take place in schools is that teachers will need to have an opportunity to adopt new methods and need to be given leeway to do so.
    The goal of this project is to put forward, as well as give arguments for, the ideology of the VAXA professional development framework. The aim is to find a way to implement it as a tool for professional development of teachers, in line with the changes that have been made to the strategy of the educational system. The VAXA professional development framework is a holistic approach to professional development of teachers. As well as giving guidelines for professional development, the framework details a structure with which to implement the new strategy of the educational system using methods of adult education.
    The VAXA professional development framework is a method to establish professional development as part of teachers' daily activities, in line with the concept of lifelong learning. The purpose of VAXA is to create an active platform for learning, for putting forward ideas, and for sharing experience within the educational society. VAXA is to be used to increase cooperation between schools in a community as well as between communities in order to create a platform for cooperation of employees within that society. The aim is to find ways to activate human resource engagement within the educational society, to increase cooperation, to eliminate barriers to professional development and to strengthen professionalism in all activities. In this essay ideas on how to implement this platform are presented.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta_Sölvadóttir_VAXA.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna