is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16048

Titill: 
  • Einu sinni var... : öræfameðferð Hálendishópsins fyrir ungt fólk í sál-félagslegum vanda, 1987-2007
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni „Einu sinni var ...“ er reynt að greina þá öræfameðferð sem birtist í aðferðafræði, vinnuaðferðum og reynslu Hálendishópsins í ferðum um Strandir með unglinga í sál-félagslegum vanda. Á árunum 1989 – 2007 meðan úrræðið var starfrækt var farið með 22 hópa eða hátt í 200 unglinga í þessar gönguferðir um Strandir með bakpoka.
    Jafnframt er þessi úttekt eða greining borin saman við lýsingar á öræfameðferð eins og þær birtast í enskum fræðaskrifum, sérstaklega þeim sem orðið hafa til vegna áhrifa frá Kurt Hahn og Outward Bound skólanna, sem voru stofnaðir í anda hans hugmyndafræði. Áhrifa Kurts Hahn og Outward Bound skólanna gætir alls staðar í reynslunámi, útinámi, ævintýranámi og öræfameðferð í samtímanum, og hefur gert allt frá fyrri hluta 20. aldar þegar Hahn fer að þróa menntunarhugmyndir sínar.
    Þessi ritgerð er ekki byggð á rannsókn á einni tiltekinni ferð hálendishópsins sem slíkri, heldur má fremur segja að það sem hér er skrifað um Hálendishópinn sé nokkurs konar starfendarannsókn sem byggir á margra ára reynslu eins manns, með öðrum orðum mín, Björns Vilhjálmssonar. Hér er um að ræða reynslu og ígrundun sem byggir á 16 ferðum hópsins, sem farnar voru á 13 ára tímabili, frá árinu 1989-2001 og umsjón með verkefninu til ársins 2005.
    Frá árinu 2002 og til ársins 2007 hélt Hálendishópurinn áfram að fara árlega með unglingahópa á Strandir, en á þessum árum var enginn okkar frumkvöðlanna eftir í hópstjórahópnum. Og eftir efnahagshrunið á Íslandi hefur Hálendishópurinn ekki starfað, þrátt fyrir einlægan áhuga og vilja þeirra hópstjóra sem störfuðu í honum undir lokin.

  • Útdráttur er á ensku

    Í ritgerðinni „Einu sinni var ...“ er reynt að greina þá öræfameðferð sem
    birtist í aðferðafræði, vinnuaðferðum og reynslu Hálendishópsins í ferðum
    um Strandir með unglinga í sál-félagslegum vanda. Á árunum 1989 – 2007
    meðan úrræðið var starfrækt var farið með 22 hópa eða hátt í 200 unglinga
    í þessar gönguferðir um Strandir með bakpoka.
    Jafnframt er þessi úttekt eða greining borin saman við lýsingar á
    öræfameðferð eins og þær birtast í enskum fræðaskrifum, sérstaklega þeim
    sem orðið hafa til vegna áhrifa frá Kurt Hahn og Outward Bound skólanna,
    sem voru stofnaðir í anda hans hugmyndafræði. Áhrifa Kurts Hahn og
    Outward Bound skólanna gætir alls staðar í reynslunámi, útinámi,
    ævintýranámi og öræfameðferð í samtímanum, og hefur gert allt frá fyrri
    hluta 20. aldar þegar Hahn fer að þróa menntunarhugmyndir sínar.
    Þessi ritgerð er ekki byggð á rannsókn á einni tiltekinni ferð
    hálendishópsins sem slíkri, heldur má fremur segja að það sem hér er
    skrifað um Hálendishópinn sé nokkurs konar starfendarannsókn sem byggir
    á margra ára reynslu eins manns, með öðrum orðum mín, Björns
    Vilhjálmssonar. Hér er um að ræða reynslu og ígrundun sem byggir á 16
    ferðum hópsins, sem farnar voru á 13 ára tímabili, frá árinu 1989-2001 og
    umsjón með verkefninu til ársins 2005.
    Frá árinu 2002 og til ársins 2007 hélt Hálendishópurinn áfram að fara
    árlega með unglingahópa á Strandir, en á þessum árum var enginn okkar
    frumkvöðlanna eftir í hópstjórahópnum. Og eftir efnahagshrunið á Íslandi
    hefur Hálendishópurinn ekki starfað, þrátt fyrir einlægan áhuga og vilja
    þeirra hópstjóra sem störfuðu í honum undir lokin.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistarprófsritgerð Björn Vilhjálmsson.pdf3.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna