is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16049

Titill: 
  • Megir þú blómstra : jákvæð sálfræði og gjörhygli í lífsleiknikennslu grunnskóla
  • Titill er á ensku May you flourish. Positive psychology and mindfulness in life skills education.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi er skólaþróunarverkefni þar sem námsefnið Megir þú blómstra fyrir lífsleikni á mið- og unglingastigi grunnskóla var hannað, kennt og metið. Námsefnið er byggt á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og gjörhygli og hefur að geyma fimm meginþætti; heilbrigðan lífsstíl, tilfinningagreind, seiglu, styrkleika og flæði. Tilraunakennslan fór fram haustið 2012 í fimm bekkjum og tveimur árgöngum á mið– og unglingastigi í lífsleikni og var hún samþætt öðrum námsgreinum. Í kennsluaðferðum var unnið út frá hugmyndafræði John Dewey um menntun og þær byggðar á umræðu- og spurnaraðferð, útlistunarkennslu, hópvinnubrögðum og innlifunaraðferð.
    Rannsóknarsnið verkefnisins er tilviksrannsókn og er unnið út frá fimm þátta margprófun og etnógrafískri nálgun. Á meðan á kennslu námsefnisins stóð voru haldnir vikulegir fundir með kennurum. Þeir héldu einnig dagbók sem rannsakandi hafði aðgang að til gagnagreiningar ásamt því að koma í vettvangsheimsóknir. Þegar kennslu námsefnisins lauk var nafnlaus spurningalisti lagður fyrir kennarana og tekin einstaklings- og rýnihópaviðtöl við þá. Rannsóknarspurningar voru í stöðugri þróun á meðan á tilraunakennslunni stóð. Að lokum urðu þær þessar: Hver er reynsla kennara af skólaþróunarverkefninu? Hvernig meta kennarar vellíðan nemenda sinna eftir að hafa farið í gegnum verkefnið? Hvernig eru umhyggjutengsl kennara við nemendur eftir að hafa farið í gegnum skólaþróunarverkefnið?
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til ánægju kennara með námsefnið og að þeim hafi einnig fundist það hjálpa nemendum að tjá sig á opinn og einlægan hátt um tilfinningar sínar. Einnig að vellíðan þeirra hafi aukist jafnt innan sem utan skólans. Kennurum fannst námsefnið hjálpa sér við að nálgast nemendur sína á virðingarfullan hátt þar sem umhyggja var höfð að leiðarljósi í samskiptum.
    Á síðustu árum og áratugum hefur verið lögð áhersla á að mæta þörfum nemenda í áhættuhópum en síður á það hvernig auka megi vellíðan nemenda í skólastarfinu almennt. Rík þörf er þó á því samkvæmt upplifun þeirra kennara sem tóku þátt í verkefninu. Vonandi er þetta þróunarverkefni skref í rétta átt að því að innleiða hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og gjörhygli í auknum mæli í starfi grunnskólanna.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a school development project designing the teaching material “May you flourish” for life skills education in two age groups (11 and 14 years) in the elementary school.
    A trial run of the material was carried out with special support for the teachers involved and then evaluated. The material is based on the ideology of positive psychology and mindfulness and contains five main elements: healthy lifestyle, emotional awareness, resilience, strengths and flow. The material was run in two age groups (11 and 14 years) and combined with other classes. The teaching methods used were based on the ideology of John Dewey on education including discussion and questioning, exposition, group work and immersion and expression.
    The methodology used was case study research including five type triangulation and ethnographic approach. Weekly meetings were held with the teachers during the trial run of the material where new material was introduced and the teachers had an opportunity to criticise what had been done. The teachers kept journals which the investigator had access to for analysis. At the end of the trial run an anonymous questionnaire was put forward as well as individual and group interviews with the teachers. The research hypotheses were under constant revision during the trial run and ended up as follows: How is the teacher’s experience of teaching this material? How do the teachers evaluate the pupil’s well-being after going through the material? Has the teacher’s care for the pupils evolved during the project? The results indicate that the teachers were happy with the material and that it helped students to express themselves in an open and caring manner about their feelings and that their happiness and well-being improved, both within and without the school. The teachers felt the material was helpful in approaching and communicating with the students in a respectful and caring way.
    In recent years and decades the school system has emphasised helping students in risk groups but not improving general wellness of the students in the school. This is however greatly needed as expressed by the teachers involved in this study. Hopefully this development project will be one of the first steps in introducing the methodology of positive psychology and mindfulness in the schools.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Megir þú blómstra_DóraGuðrúnÞórarinsdóttir.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna