is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16052

Titill: 
  • Þú þarft svona svolítið ef það eiga að verða einhverjar alvöru breytingar : viðhorf reyndra kennara til starfsþróunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða viðhorf reyndra kennara til starfsþróunar og hvernig þeim gagnast núverandi skipulag á starfsþróun. Fá þeir þörfum sínum fyrir starfsþróun svarað og hvaða aðferðir finnst þeim gagnlegar í þróunarstarfi. Rannsóknarspurningin var: Hvert er viðhorf kennara með langan starfsaldur til símenntunar, í ljósi reynslunnar? Rannsóknin er eigindleg og var gagna aflað með viðtölum við níu kennara. Viðtölin fóru fram á fyrri hluta árs 2011.
    Niðurstöðurnar benda til þess að kennarar séu almennt sáttir við símenntunaráætlun skólans og telja hana uppfylla þörf sína fyrir símenntun að mestu leyti. Þeim finnst mikilvægt að vera með í ráðum við gerð hennar og vilja að skólastjórar hlusti á það sem kennarar skólans hafa fram að færa. Þeir telja að markmið skólans samræmist oft þörfum kennaranna. Þrátt fyrir að kennarar segist vera sáttir við símenntunaráætlun skólans má greina efasemdir og mismikla hrifningu með einstök verkefni skólans og sumum finnst þeir settir í eitthvað sem þeir kæra sig ekki um.
    Kennarar telja mikið álag fylgja innleiðingu nýrra verkefna og stundum vera of margt í gangi í einu, þannig að þeir hafi varla tíma til að sinna öllu. Þeir leggja áherslu á persónulega ráðgjöf þegar verið er að takast á við nýja starfshætti og telja best að fá ráðgjöf frá kennurum með sérþekkingu eða einhverjum sem hefur reynslu af skólastarfi því þeir séu ekki með óraunhæfar hugmyndir.
    Þeim finnst samstarf ómetanlegt og margir telja sig læra mest af samstarfsfólki sínu. Þess vegna vilja þeir fá góðan tíma þegar verið er að læra eitthvað nýtt til þess að geta prófað nýjar aðferðir og rætt saman um árangurinn.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to examine experienced teacher’s attitude towards professional development and how well the current plan meets their need for development. The question is: How do experienced teachers view professional development? This is a qualitative study and the data was collected through interviews with nine teachers. The interviews took place in the first half of the year 2011.
    The findings indicate that the teachers are generally satisfied with the school´s plan for professional development and they think that for the most part it meets their needs. It is important to them to participate in planning the school’s professional development plan and it is also important to them that the principals listen to their proposals. Still they think that their needs and the school’s needs are for the most part in agreement with each other. In spite of their remarks about being satisfied with the school’s professional development plan, there are some doubts and lack of interest that can be discerned when they talk about some of the school’s projects. In that context they sometimes feel a pressure to do something they don’t care about.
    The teachers feel that the instillation of new projects can be stressful and sometimes they claim to be engaged in too many things at the same time. They emphasize personal consultation when learning new practices and they think the best counseling comes from teachers who can be seen as experts or from someone with experience of working in schools. The teachers feel that people with these experiences have realistic ideas.
    Collaboration is invaluable to them and many believe that they learn the most from their colleagues. They accordingly prefer extensive time to learn new things, try new methods and discuss the results with their colleagues.

Samþykkt: 
  • 19.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla Höskuldsdóttir_27_5.pdf688.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna