is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16061

Titill: 
  • „Hér á ég vini“ : umbótastarf í vinnu með börnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Börn, sem ekki njóta uppbyggilegrar þátttöku í skólasamfélaginu og samskipta við samnemendur, fá takmörkuð tækifæri til að þroska og æfa jákvæð samskipti. Áhrif þess geta komið fram í óöryggi og litlu sjálfstrausti til að takast á við dagleg verkefni. Til að koma á móts við þennan hóp barna var rýnt í eigið starf með það að markmiði að greina hjúkrunarmeðferð sem ég veiti á hádegisfundum og þann grunn sem hún hvílir á. Á grundvelli nýs skilnings og reynslu voru gerðar áætlanir um áframhaldandi þróun á því hvernig hægt er að styðja börnin í uppbyggilegum félagslegum samskiptum.
    Rannsóknarspurningar voru þrjár: Hvernig stuðla ég að jákvæðri félagshegðun barna á hádegisfundum með hliðsjón af samspili framkvæmdar og fræða? Hvernig get ég styrkt samskipti mín við börnin á hádegisfundum og barnanna innbyrðis? Hvernig nýtast skipulagðir tímar til að styrkja samskipti barna sem eiga við félagsleg vandamál að stríða?
    Þátttakendur voru 15. Safnað var gögnum um samskipti mín við börn á tíu hádegisfundum þar af voru fimm fundir hljóðritaðir. Í fyrirfram skilgreindum tíma þar sem ég fór eftir ákveðnum leiðbeiningum í rólegu umhverfi, var börnunum gefið tækifæri til að tala saman og æfa sig í að vera með öðrum börnum. Athyglinni var beint að hugmyndum þeirra og jákvæðum viðbrögðum. Amboð faglegrar starfskenningar voru notuð til greiningar gagna, til að ígrunda hugmyndir rannsakanda um nám, kennslu og siðfræði.
    Niðurstöðurnar sýndu að góð tengsl við börn og foreldra, ásamt því að taka tillit til dagsforms og líðan hvers og eins, hafði áhrif á árangur barnanna. Þeim var skapað rými og gefið tækifæri til að skoða eigin þátt í aðstæðum. Börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og slaka félagshegðun sýndu að skipulagðar stundir þar sem traust ríkir og sjónarmið atferlismótunar og mannúðar fara saman, er góður vettvangur til að æfa leikni í félagslegum samskiptum við önnur börn.

  • Útdráttur er á ensku

    "Here I have friends": Reform in supportive work with children
    Children, who do not enjoy constructive participation in the school community with their fellow students, have limited opportunity to develop and practise positive relations. This can cause insecurity and inadequate self-confidence to tackle daily tasks. In order to meet the needs of this group of children, I analysed the nursing treatment I give in group meetings and its theoretical basis. Based on that experience, plans were made on how to develop constructive supportive work with children to help them improve their social skills.
    The research proposal was threefold: How do I encourage children´s positive and constructive social behaviour? How do I strengthen my relationship to the children and their interrelations in group meetings? What is the benefit of structured time schedule to strengthen the children to form relationships with others?
    Participants were 15 children. Data was collected in ten group meetings whereof five were recorded. In a pre-defined and scheduled quality time with specified guidance in a calm environment the children gained opportunity to interact and practice being with other children. The focus was on their constructive ideas and positive reactions. Instruments of professional working theories, were employed for the analysis of data.
    The results showed that a good relationship with both children and parents, as well as acknowledgement of their feelings and daily moods, was preeminent in effecting their success. By providing the necessary conditions, they obtained opportunity to reflect on their situation and increase their confidence in daring to go beyond their comfort zone and add to previous experience. Children with attention-deficit hyperactivity disorder (ADHD) and emotional difficulties resulting in poor social skills, benefit greatly from partaking in organized meetings where behavioural and humanistic approach is used to systematically and positively reinforce and improve their social behaviour.

Samþykkt: 
  • 23.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Margrét Baldursdóttir.pdf883.78 kBLokaður til...24.02.2133HeildartextiPDF