is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16065

Titill: 
  • Viðhorf og væntingar nemenda á unglingastigi til námsgreinarinnar textílmennt : „textílmennt er nauðsynleg nema maður vilji kannski ganga allsber “
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um rannsókn þar sem leitað var eftir viðhorfum og væntingum nemenda á unglingastigi til námsgreinarinnar textílmennt. Megintilgangur rannsóknarinnar er að læra af og með börnunum hvernig þeim finnst að námi í textílmennt skuli háttað. Leitast var við að heyra frá fyrstu hendi hvernig er að vera í textílmennt. Leitað var svara við því hvert gildi greinarinnar er í hugum nemenda, hvernig þau skilgreina textílmennt og hvað þau telja textíl vera. Rannsóknin er eigindleg og sú gagnasöfnunaraðferð sem notuð var eru rýnihópaviðtöl.
    Fjallað er um mikilvægi þess að forsendur nemenda og áhugi séu hafðar að leiðarljósi við skipulagningu náms. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins liggur í nemendamiðuðum náms- og kennsluaðferðum, s.s. hugsmíðahyggju og hugmyndafræði Reggio Emilia aðferðarinnar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nemendur telja námsgreinina textílmennt afar mikilvæga og sjá í henni mikið hagnýtt gildi. Nemendum er einnig mikilvægt að hafa - val um verkefni sem fyrir þau eru lögð. Ennfremur kemur fram í rannsókninni að nemendum þykir mikilvægt að textílnám sé skipulagt sem heildstætt ferli sem hefst á hugmyndavinnu og lýkur með verklegum tilraunum. Nemendum þykir einnig mikilvægt að fá endurgjöf á hugmyndir sínar þar sem rýnt er til gagns.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á námsgreininni textílmennt og eru þær flestar í formi óbirtra B.Ed ritgerða og því má segja að skortur sé á rannsóknum í faginu. Þessi rannsókn er þannig mikilvæg viðbót við það sem þegar hefur verið gert og getur orðið faginu, textílkennurum og síðast en ekki síst nemendum í textílmennt til framdráttar.

  • Útdráttur er á ensku

    The research studies the attitudes and expectations of students in lower
    Secondary education to textile art. The main purpose of this study is to
    learn how to plan the subject for and with the children. Efforts were made
    to hear children’s views of the textile arts first-hand. The research explores
    the value of the subject in the minds of the students, how they define the
    textile art and ask them what is textile?
    The research discusses the importance of using the children’s interests
    as a guideline when planning the courses. The theoretical background of
    the project lies in student based learning and teaching, such as
    constructivism and the philosophy of Reggio Emilia approach.
    The main findings of the study are that students believe that the textile
    arts are extremely important and see a lot of good and practical value in the
    subject. It is also important to the students to have something to say about
    the assignments that are submitted to them, i.e. students want to have a
    choice. Furthermore, the study shows that students considered it important
    that their education in the textile arts is organized as a process that begins
    with a clear concept and ends with practical experiments. Students also find
    feedback on their ideas beneficial to their education.
    Only a few studies have been conducted on this subject and most of
    them in the form of unpublished B.Ed. papers. It can be said that there is a
    shortage of research in the industry. This study is an important addition to
    what has already been done in the industry and will hopefully prove
    beneficial to both textile teachers and most importantly students of textile
    arts.

Samþykkt: 
  • 23.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed-ErlaDisArnar.pdf877.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna