is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16111

Titill: 
  • Ferðalög íslenskra bókmennta og þýðendur þeirra
  • Titill er á ensku Travels of icelandic literature and their translators
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskar bókmenntir hafa öldum saman verið þýddar á önnur tungumál. Á síðustu árum hefur þýðingunum þó fjölgað til muna og ferðast íslensk skáldverk nú sífellt víðar.
    Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars vegar að kanna hvaða vinna liggur að baki sölu á útgáfurétti, eftir hvaða leiðum íslenskar bókmenntir ferðast um heiminn, mikilvægi þýðenda og hvaða máli það skiptir höfunda að fá verk sín þýdd. Sjónum verður beint að stuðningi ríkisins við útgáfu á íslenskum skáldverkum erlendis og þýðendur þeirra, auk þess sem áhrifin af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011 verða skoðuð. Hins vegar beinist rannsóknin að þýðendum íslenskra bókmennta, bakgrunni þeirra, viðhorfum,starfsánægju og starfsaðstæðum, og samband þeirra við íslenska höfunda skoðað
    sérstaklega.
    Beitt var bæði megindlegum og eigindlegum aðferðum. Viðhorfskönnun var lögð fyrir þýðendur af lista Árnastofnunar og tekin voru 12 hálfopin viðtöl við aðila sem tengjast
    bókaútgáfu og kynningarstarfi bókmennta, íslenska rithöfunda og erlenda þýðendur.
    Niðurstöður rannsóknar sýna að markvisst kynningarstarf og persónuleg samskipti skila árangri þegar kemur að útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis. Íslenskir höfundar fagna því
    að komast í samræðu við heiminn og leggja sitt af mörkum við að stuðla að nákvæmari þýðingum með því að aðstoða þýðendur sína. Allir viðurkenna að góður þýðandi er gulls ígildi en á skortir að hlúð sé að þeim á markvissan hátt, líkt og gert hefur verið í
    nágrannalöndum okkar. Laun þýðenda eru í engu samræmi við menntun þeirra og sérfræðiþekkingu og þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum. Til þess að fjölga þýðendum og styrkja er nauðsynlegt að tengja þá innbyrðis og við fræðasamfélagið með reglulegum
    þýðendaþingum, fyrirlestrum og upplestrum, hér á landi sem erlendis; efla kennslu og þjálfun í íslensku erlendis og auðvelda upprennandi þýðendum að stunda nám í íslensku við
    Háskóla Íslands; og styðja við starfandi þýðendur með því að gera störf þeirra sýnileg og gera þeim kleift að dvelja á Íslandi samtímis öðrum þýðendum úr íslensku.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María_Rán_Guðjónsdóttir_ritgerð.pdf865.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
María_Rán_Kápa.pdf278.97 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna