is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16116

Titill: 
  • Hefur unglingalýðræði áhrif á starfsemi félagsmiðstöðva? : mikilvægi innra starfs unglinga í félagsmiðstöðvum landsins
  • Titill er á ensku Does youth democracy have impact on the activities of community centres? : the importance of youth contribution in community centres in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða innra starf ungmenna sem eru í stjórnum húsráða í félagsmiðstöðvum á Íslandi og finna út hvort þau hafi með starfi sínu áhrif á starfsemina og virkni annarra ungmenna. Kanna auk þess hvort unglingalýðræði sé virkt í félagsmiðstöðvum og hvort farið sé eftir lýðræðislegum aðferðum þegar valið er í stjórnunarstörf sem tilheyra unglingum í félagsmiðstöðvunum. Tilgangurinn er að bæta við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfi félagsmiðstöðva og skoða viðfangsefnið út frá lýðræðislegri hugmyndafræði. Það er á margan hátt spennandi þar sem afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um ungmennin sjálf sem stjórna og þau áhrif sem þau hafa á starfið. Við rannsókn þessa var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við þátttakendur en þeim hefur verið beitt við sambærilegar rannsóknir í áratugi. Tekin voru viðtöl við unglinga sem taka þátt í stjórnun innra starfs í 10 félagsmiðstöðvum í fjórðungum landsins. Einnig voru tekin viðtöl við starfsmenn til að fá nánari upplýsingar um starfið sem fram fer. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að unglingarnir eru í flestum tilfellum virkir þátttakendur í félagsmiðstöðvarráðum og innra starfi félagsmiðstöðva, hvort sem um er að ræða lítil eða stór sveitarfélög. Unglingar í húsráðum virðast vera mjög meðvitaðir um hlutverk sitt og hvað unglingalýðræði stendur fyrir í starfinu. Aftur á móti kemur í ljós að starf og virkni ungmennaráða sveitarfélaga er mjög mismunandi og benda niðurstöður rannsóknar til að munur sé á milli stærðar sveitarfélaga þegar virkni ungmennaráða er skoðuð og hvernig farið er með unglingalýðræði. Eins komu í ljós tengsl á milli stærðar sveitarfélaga þar sem félagsmiðstöðin var og þess fjármagns sem veitt var til starfseminnar. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að gefa þeim sem fyrir félagsmiðstöðvarstarfi standa og starfsfólki á þeim vettvangi, staðfestingu á mikilvægi þess að unglingar fái sjálfir að taka þátt í innra starfi og að vinnan sem þarna fer fram sé lýðræðisleg og í takt við þá unglingalýðræðishugsun sem flestir stefna á að fara eftir í starfsemi félagsmiðstöðva. Ritgerðin er vonandi innlegg í áframhaldandi framþróun á félagsmiðstöðvarstarfi á Íslandi.

  • The purpose of this thesis essay is to examine the role young people play in the governance of youth centers in Iceland and to determine whether they have an impact on administrative decisions in the centers and the involvement of other young people. The opportunities they have, to participate in the decision making process of the youth centers they belong to will be surveyed. Whether there is a clear democratic process in the selection of directors and other candidates for managerial positions.
    Another aim of this thesis essay is to contribute to the existing studies on the subject youth centers and juxtapose the management process of the centers with the democratic method. In many ways this is a very interesting subject matter because it is relatively unexplored. There is very little research that focuses on the role of young people in the decision making process and the day-to-day activities. For this thesis essay qualitative research was primarily employed, in the form of interviews with participants. Such methods have been used in similar studies in the past. Interviews were conducted with young people who actively participate in the governing and decision making of 10 different youth centers in various parts of the country. Interviews with adult staff were also conducted to get clearer view of the activities that go on in the centers.
    The main findings of the research conducted were that in the majority of the cases, young people are active participants and have impact on day-to-day activities and governance in the both the larger and smaller municipalities. Young people appear to be fully aware of their role in the centers and what this democratic decision process represents. On the other hand it was discovered that the role and the level of engagement differed and the research findings showed that there is a correlation between the size of the municipality the youth center was in and the level of participation of youth committees in said centers and how the democratic process manifested itself in the selection of the committee members. In addition to that the size of municipality and the amount of funding the youth center received seemed to be connected.
    The results from this research will hopefully confirm to the people involved, the importance of giving young people a chance to participate in the decision making of the youth centers they belong to. Also how imperative it is to employ a democratic method in which young people impact the way youth centered are governed. This thesis essay is will hopefully contribute to the continuing development of youth center affairs in Iceland.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA í menningarstjórnun - Lokaritgerð Indriði Jósafatsson 2013.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna