is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16118

Titill: 
  • Mikilvægi félagsauðs og samstarfs hestamanna í Skagafirði
  • Titill er á ensku Social capital and social interaction in horsemanship in Skagafjörður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megnimarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íbúa Skagafjarðar varðandi hestamennsku og hvernig þeir hafa upplifað samskipti meðal hestamanna fyrr og nú. Ímynd Skagafjarðar hefur verið samofin hestamennsku og þar hafa fjölmargir góðhestar átt rætur sínar. Leitast var við að kanna félagsauð meðal hestamanna, menningu og skilgreiningu á hópum. Í ljós kom að félagsauður er að taka stakkaskiptum; hið nána samfélag sem var, þar sem menn gátu leitað hver til annars, er aðeins til staðar innan fjölskyldna og fólk er farið að kaupa þjónustu sem áður var fengin með samhjálp. Litið er til tísku og viðhorfa til mannfagnaða ýmiskonar. Hestakaup og verslun var skoðuð og kom í ljós að hestakaup eru lítið stunduð núna miðað við áður og almennt fara öll viðskipti fram gegn gjaldi. Bankahrunið hafði mikil áhrif á verslun með hesta og hefur ekki enn sem komið er náð að rétta úr kútnum.
    Rannsóknin er byggð á grundaðri kenningu með eigindlegri aðferð. Í rannsóknina voru fengnir átta aðilar til samstarfs og tekin við þá viðtöl. Þau voru þemagreind og voru fyrirferðarmest félagsleg samskipti, minningar, viðburðir ýmiskonar, traust, tíska og virði.
    Aldursdreifing viðmælenda var átján ára til áttatíu og eins árs. Allir eiga það sameiginlegt að vera með og/eða eiga hesta, ásamt því að eiga rætur og búa í Skagafirði. Í rannsókninni er litið á Skagafjörð sem eina heild þó þar séu tvö sveitarfélög.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this research was to investigate the attitude of the inhabitants of the Skagafjörður area towards their experience of horsemanship and related patterns of social interaction and social capital. The image of the Skagafjörður area has been strongly connected to horses and horsemanship and many of the best breading horses originate from there. The research is built upon theories of social capital, culture and group definition. The social capital among horsemen in Skagafjörður was investigated and it proves to be going through rapid changes. The formerly close community, where everyone could approach each other at any time for help and support, is now only to be found within close families and people must now pay for services that used to be seen as favors that were done for the greater good. Horse-related fashion is also investigated, as well as people‘s opinion towards horse-related gatherings and festive events. Horse trading was also examined and it seems that the former common horse-to-horse trade is now getting less common with money being more and more involved in the current horse trading habits. The financial crisis had a big impact on the horse trading market and it still has not reached its former heights. The great financial changes that have occurred in the past years have had a great impact on the horse-related community.
    The research was implemented through a qualitative approach. Eight individuals were semi-openly interviewed and a grounded theory approach was applied to data acquisition and processing. The interviews were thematically analysed and according to this analysis the most prominent themes were social interaction, events, personal experience, trust, worthiness and fashion. The age distribution of the subjects was from eighteen to eighty-one years old. All the individuals either work with horses or own horses and they all originate from and live in the Skagafjörður area. In the research, the Skagafjörður area is considered as one, although there are two municipalities in the area.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersverkefni_Ástríður_Sigurðardóttir.pdf902.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna