is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16177

Titill: 
  • Smálán : skilningur og viðhorf háskólanema
  • Titill er á ensku The perception and attitudes of university students towards payday loans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Smálán eru ört vaxandi lán á íslenskum markaði. Fáar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi í tengslum við þau. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til að neytendur hafi almennt litla þekkingu á smálánum og því hvernig þau virka. Viðhorf er almennt neikvætt en verður jákvæðara eftir því sem fólk kynnir sér starfsemina betur.
    Í þessari rannsókn er horft á neytendahlið starfseminnar með það fyrir augum að komast að því hver sé skilningur og viðhorf háskólanema til þessara lána. Höfundur nálgaðist efnið með það að leiðarljósi að hægt væri að skilja betur hvað búi að baki skoðunum einstaklinga. Með það í huga var valið að notast við eigindlega rannsóknaraðferð í formi einstaklingsviðtala og megindlega aðferð í formi spurningalistakönnunar. Tekin voru viðtöl við átta háskólanema og spurningalistakönnun lögð fyrir háskólanema í grunnnámi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru í stuttu máli þær að almennt var ekki mikill skilningur á eðli smálána að ræða hjá viðmælendum. Þeir höfðu fæstir kynnt sér hvað er í boði. Hins vegar var nær undantekningarlaust mikil neikvæðni ríkjandi hjá þeim varðandi þessa tegund lána. Viðhorf og skilningur þessara einstaklinga er sambærileg við erlendar kannanir sem gerðar hafa verið á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_0204814639_Skemman.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna