is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16178

Titill: 
  • Eru fyrirtæki á Íslandi markaðshneigð?
  • Titill er á ensku Are companies in Iceland market oriented
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markaðshneigð er ákveðin hegðun fyrirtækja gagnvart viðskiptavinum sínum. Með markaðsfærni vilja fyrirtæki geta rýnt betur í hegðun neytenda og eiga svör við þörfum neytenda og spá fyrir um framtíðarþarfir. Þekkingin og færnin á bak við hneigðina er mjög mikilvæg í samkeppninni sem er á hverjum markaði.
    Til að varpa ljósi á hvort íslensk fyrirtæki séu markaðshneigð eru skoðaðar fræðilegar rannsóknir sérfróðra aðila, til að varpa ljósi á hvað markaðshneigðin getur skapað fyrir fyrirtækin almennt. Færninni eru gerð skil og farið í helstu rannsóknir sem snúa að hlutverki færninnar í hegðun fyrirtækjanna.
    Megindleg rannsókn var gerð sem var send á markaðsstjóra eða forstöðumenn þeirra íslensku fyrirtækja sem tóku þátt í rannsókninni óflokkað eftir atvinnugrein til að varpa ljósi á hugsun og hegðun þeirra.
    Helstu niðurstöður eru að íslensk fyrirtæki telja sig markaðshneigð, ásamt að vera með vakandi augu á þeirri starfsemi sem þau starfa við. Erfitt er að alhæfa um niðurstöðu þessa verkefnis en hún er finnur hljómgrunn í rannsóknarniðurstöðum Narver og Slater í rannsókn frá 1990.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa_BS-Ritgerð_-_Ásgeir_Bachmann.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna