is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16195

Titill: 
  • Mörk rekstrarkostnaðar með hliðsjón af 31. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og tengsl við skattasniðgöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mat flestra er að menn kjósi frekar að halda í eignir sínar en afhenda þær ríkinu í formi skatta.
    Slíkt á einnig við eigendur og rekstraraðila einkahlutafélaga sem nýta sér frádráttarbæran rekstrarkostnað til lækkunar skattgreiðslna. Slíkur frádráttur á sér meginstoð í 1. mgr. 31. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/20031. Í ritgerð þessari eru mörk frádráttarbærs rekstrarkostnaðar einkahlutafélaga skoðuð ásamt tengslum við skattasniðgönguhugtakið.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru á þann veg að skattstofn einkahlutafélaga þurfi að vera vandlega skilgreindur auk þess sem skilgreina þurfi hugtökin „atvinnurekstur“ og „tengdar
    tekjur“ á mun nákvæmari hátt en nú er gert. Stór hluti vandamálsins snýr að mati höfundar að tekjuskattslögunum sjálfum og skort á nákvæmum skilgreiningum innan laga og
    reglugerðarrammans. Er það niðurstaða höfundar að skilgreina þurfi álitaefni málaflokksins mun betur í lögum, reglugerðum og skattmati ríkisskattsjóra svo dæmi séu nefnd. Slíkt myndi
    án efa draga úr vægi matskenndrar ákvörðunartöku stjórnvalda og dómstóla og auka yfirsýn skattgreiðenda á lögmæti ráðstafanna sinna varðandi meðhöndlun rekstrarkostnaðar.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2016
Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirritað_9.4_Lokaverkefni_til_BS_gráðu_í_viðskiptalögfræði_Bifröst_Rúnar_Þór_Haraldsson.pdf257.22 kBOpinnPDFSkoða/Opna