is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16203

Titill: 
  • Tækifæri First North á Íslandi: Greining á hliðarmarkaði NASDAQ OMX Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • First North er hliðarmarkaður NASDAQ OMX Iceland og er sniðinn að litlum og meðalstórum félögum. Í verkefninu er kannað hvort möguleiki sé fyrir hendi að skrá fleiri félög á First North og hvað gæti staðið í vegi fyrir slíkri þróun.
    Mögulegir kostnaðarvaldar við skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar og First North eru greindir. Niðurstöður sýna að First North sé yfirleitt ódýrari bæði við upphaflega skráningu og viðvarandi upplýsingagjöf. Einng sýna niðurstöður að kostnaður við almennt útboð sé mjög mikill og ein helsta hindrunin við skráningu á First North.
    Markhópur First North er skilgreindur út frá greiningu á sænska First North markaðnum og tekinn er saman listi yfir tæp 200 íslensk félög sem tilheyra markhópnum.
    Tekin voru viðtöl við 12 stjórnendur íslenskra félaga sem tilheyra markhópi First North. Niðurstöður sýna að þekking margra stjórnenda á regluverki First North sé takmörkuð og hluti stjórnenda sýndi áhuga á skráningu. Geta lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í félögum á First North er takmörkuð og veldur það sumum stjórnendum áhyggjum.

Samþykkt: 
  • 20.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TækifæriFirstNortháÍslandi.pdf916.21 kBOpinnPDFSkoða/Opna