is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16215

Titill: 
  • Staða og ímynd Ölvisholt Brugghúss
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 1989 lauk 74 ára bjórbanni á Íslandi, miklar breytingar hafa orðið á bjórmenningu íslendinga í kjölfarið. Lítil brugghús hafa sprottið upp og boðið upp á fjölbreyttara úrval bjórstíla, betra hráefni og meira bragð. Smekkur fólks er þó mismunandi og ekki víst að allir vilji kanna þessa auknu möguleika.
    Árið 2007 var stofnað örbrugghús í Flóahrepp í Árnessýslu, nánar tiltekið að Ölvisholti. Þetta verkefni var gert til þess að kanna hver staða og ímynd vörumerkisins Ölvisholt Brugghús sé í hugum neytenda. Framkvæmd var vörumerkjarýni (e. brand audit) en í henni var gerð spurningakönnun sem sett var á internetið. Áður en kemur að vörumerkjarýninni voru nokkur hugtök markaðsfræðinnar skilgreind. Hvað sé vörumerki (e. brand), vörumerkjavirði (e. brand equity), CBBE módelið. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur tengja orðið sælkerabjór (e. craft beer) við dökkan og dýran bjór. Þátttakendur kusu helst að drekka bjór með grillmat, hamborgurum, steikum og pítsu. Ímynd Ölvisholt Brugghús er nokkuð góð, þátttakendur höfðu jákvæðar tilfinningar til vörumerkisins og töldu þá uppfylla væntingar sínar. Þó svo að þátttakendur teldu framleiðslu Ölvisholt vera dýra þá töldu þeir verðið vera í samræmi við gæði.

Samþykkt: 
  • 21.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svennisig_BS.pdf8.44 MBOpinnPDFSkoða/Opna