is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16227

Titill: 
  • Samanburður á hugrænni færni og árangri íslenskra knattspyrnukvenna á árunum 2007-2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var framkvæmdur samanburður milli þriggja hópa íslenskra knattspyrnukvenna. Allir þátttakendur léku annað hvort A-landsleik á árunum 2007-2012 eða í efstu deild kvenna á Íslandi á sama tímabili. Þátttakendum rannsóknarinnar var skipt í þrjá hópa eftir árangri þeirra á knattspyrnuferlinum. 210 þátttakendur á aldrinum 22-35 ára luku þátttöku. Markmið rannsóknarinnar var að skoða árangur knattspyrnukvennanna út frá fjórum þáttum. Fæðingardagsáhrif voru könnuð, hugræn færni þátttakenda var borin saman með OMSAT sjálfsmatskvarðanum. Mat þátttakenda á líkamlegum þroska sínum eftir aldri var borin saman ásamt árangri þátttakenda í yngri flokkum og meistaraflokki. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir leikmenn sem léku A-landsleik á árunum 2007-2012 hafa betri hugræna færni en þeir leikmenn sem ekki náðu þeim áfanga á sama tímabili. Ekki var marktækur munur á milli hópa hvað varðar mat þeirra á líkamlegum þroska miðað við jafnaldra. Þá virðist árangur þátttakenda í yngri flokkum skipta máli. 29% þeirra þátttakenda sem aldrei hafa leikið landsleik fyrir Íslands hönd urðu Íslandsmeistarar í yngri flokkum miðað við 74% þátttakenda sem léku A-landsleik á tímabilinu. Þá hafa 67% þátttakenda, sem ekki hafa leikið landsleik, aldrei orðið Íslandsmeistarar, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokki miðað við 7% þátttakenda sem leikið hafa A-landsleik.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil BSc MM.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna