is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16240

Titill: 
  • Áhrif skynmyndaþjálfunar á frammistöðu í hópfimleikum og hugræna færni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur með rannsókninni var að rannsaka hvort að skynmyndaþjálfun mundi bæta frammistöðu stúlkna í hópfimleikum í fimleikastökki sem kallast araba flikk tvöfallt pike. Pike þýðir heljarstökk með vinklaðri líkamsstöðu. Einnig var athugað hvort skynmyndaþjálfunin hefði áhrif á sjálfstraust, einbeitingu og kvíða hjá stúlkunum.
    Efni og aðferðir: Valinn var hópur í Íþróttafélaginu Gerplu sem var að keppa með stökkið sem verið var að mæla. Þær stúlkur sem gátu stökkið án aðstoðar þjálfara þegar rannsókn hófst tóku þátt í rannsókninni og voru þær 10 talsins. Stökkið hjá stúlkunum var þrisvar sinnum tekið upp á upptökuvél með fjögurra vikna millibili. Í fyrsta og annað skiptið vissu stúlkurnar ekki að þær væru að taka þátt í rannsókn. Eftir aðra upptökuna var haldinn kynningarfundur fyrir stúlkurnar þar sem þeim var kennt að nota skynmyndir og hvernig þær geta bætt frammistöðu sína með notkun skynmynda. OMSAT sjálfsmatkvarðinn var notaður til að meta hugræna færni stúlknanna fyrir og eftir inngrip. Í enda æfingar þrisvar sinnum í viku las þjálfari upp handrit af stökkinu fyrir hópinn. Hver og ein stúlka fékk handrit með sér heim sem hún átti að nýta til þjálfunar á skynmyndum þrisvar sinnum í viku í 10 mínútur í senn.
    Niðurstöður: Eftir fjögurra vikna skynmyndaþjálfun jókst færni þátttakenda og framkvæmdar einkunn þátttakenda ásamt mati á eigin færni hækkaði. Einnig hækkaði hugræn færni þátttakenda sem var mæld með OMSAT sjálfsmatskvarða.
    Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum hefur skynmyndaþjálfun jákvæð áhrif á frammistöðu í fimleikum, mat á eigin færni og hugræna færni.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc lokaverkefni.pdf495.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna