is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16254

Titill: 
  • Líkamsbeiting í réttstöðulyftu hjá fólki sem stundar Crossfit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga líkamsbeitingu við framkæmd réttstöðulyftu hjá vönum og óvönum einstaklingum í líkamsrækt. Athugað var hvort þreyta hefði áhrif á hreyfiferla og rafvirkni vöðva í réttstöðulyftu. Aðferðir: Þátttakendur framkvæmdu nokkur sett af 70 kg í réttstöðulyftu í bland við aðrar æfingar. Vöðvarafrit var skráð af fjórum vöðvum. Tveir vöðvar í neðri útlim og tveir í bol. Myndbandsupptökuvél var notuð til að taka upp hreyfinguna og meta breytingar á liðferlum þátttakenda. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að vöðvavirkni var öðruvísi hjá óvönum þátttakendum miðað við vana þátttakendur. Kom í ljós að vanir framkvæmdu hreyfinguna mun hraðar en óvanir. Þreyta fór að segja til sín mun fyrr hjá óvönum. Niðurstöður leiddu það í ljós að meirihluti þátttakenda framkvæmdu réttstöðulyftu vitlaust. Einnig kom í ljós ákveðið samspil milli þess að þegar vöðvavirkni í baki jókst, þá minnkaði vöðvavirkni í kvið. Ályktun: Það kom í ljós að við þreytu þá breyttist líkamsbeiting þátttakenda til hins verra. Það er því vert að skoða það hvort framkvæma eigi réttstöðulyftur þegar einstaklingur er orðinn það þreyttur að líkamsbeiting hans er orðin röng.

Samþykkt: 
  • 22.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni2.pdf424.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna