is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16279

Titill: 
  • Titill er á ensku A study of Parvovirus 4 in Iceland
  • Könnun á Parvoveiru 4 á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Parvovirus 4 (Parv4) is a new virus in the Parvoviridae family, discovered in 2005 in blood from an IVDU. Parv4 and Parv4-like viruses from other primates and swine have been categorized together in a new genus, Partetravirus. Parv4 genotypes 1 and 2 have been detected in in the northern hemisphere while genotype 3 was discovered in Africa. In the northern hemisphere Parv4 DNA and Parv4 antibodies are found mostly in IVDUs and others who are parenterally exposed. In Africa Parv4 infection seems to be more widespread. The pathogenicity of Parv4 is unknown, but Parv4 has been linked to meningitis in children and hydrops fetalis.
    The aim of this study is to investigate the prevalence and route of distribution of Parv4 in Iceland, and to discover possible disease associations. Blood and NPS samples, from the Biobank of the Virology Department of the Landspitali- National University Hospital of Iceland, were screened for Parv4 DNA with PCR. Samples from nine different groups were collected: a control group, comprising blood donors and students, a STD group, comprising individuals that came to an STD clinic, a hepatitis group, comprising HCV and/or HBV infected individuals, and six smaller patient groups. Parv4 positive samples were subsequently sequenced and a phylogenetic tree drawn. Furthermore, longditutional samples from Parv4 positive Swedish IVDUs were screened for Parv4 DNA to explore the progression of Parv4 viremia.
    Parv4 DNA was only detected in the hepatitis group, 12 of 128 (9.4 %) indicating that Parv4 is only found in parenterally exposed individuals like IVDUs in Iceland and is distributed through the parenteral route there. The epidemiology of Parv4 in Iceland is the similar to Sweden and the rest of Europe, where Parv4 is mainly found among IVDUs and is transmitted parenterally. No evidence in this study was found to link Parv4 with disease. Seven Parv4 positive samples out of the twelve were successfully. The seven Parv4 sequences were all genotype 1 and were most similar to the genotype 1 subgroup containing the original Parv4 isolate from San Francisco. This study found that Parv4 DNA can persist in blood for 3 years after infection.

  • Parvoveira 4 (Parv4) er ný veira í Parvoviridae ættinni, fyrst fundin árið 2005 í blóði frá sprautufíkli. Parv4 og Parv4 skyldar veirur úr öðrum prímötum og svínum hafa verið flokkaðar saman í nýja ættkvísl, Partetravirus. Parv4 arfgerðir 1 og 2 hafa verið greindar á norðurhveli jarðar, en arfgerð 3 var fundin í Afríku. Á norðurhveli jarðar finnast Parv4 DNA og mótefni gegn Parv4 aðallega í sprautufíklum, en í Afríku virðist dreifing Parv4 almennari. Meinvirkni Parv4 er óþekkt, en Parv4 sýking hefur verið tengd heilahimnubólgu í börnum og fósturbjúg.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi og dreifingu Parv4 á Íslandi, og finna möguleg tengsl við sjúkdóma. Blóðsýni og NPS sýni úr lífsýnasafni veirufræðideildar Landspítala Háskólasjúkrahúss voru skimuð fyrir Parv4 DNA með PCR. Safnað var sýnum úr níu mismunandi hópum.. Þar var um að ræða samanburðarhóp, sem í voru blóðgjafar og háskólanemar, hópur sjúklinga frá göngudeild kynsjúkdóma, lifrarbólguhóp, sem voru einstaklingar sýktir af lifrarbólgu C og/eða B, og sex minni sjúklingahópa. Parv4 jákvæð sýni voru síðan raðgreind og skyldleikatré teiknað. Einnig var gerð langtímarannsókn á Parv4 jákvæðum sænskum sprautufíklum, þar sem endurtekin sýni voru skimuð fyrir Parv4 DNA til að kanna þróun Parv4 blóðsýkingar.
    Parv4 DNA fannst einungis í lifrarbólguhópnum, 12 af 128 (9,4%). Það gefur til kynna að Parv4 sé aðeins að finna hjá sprautufíklum og öðrum áhættuhópum fyrir blóðsmitun á Íslandi og að Parv4 dreifist þar með blóði. Faraldsfræði Parv4 á Íslandi er svipuð og í Svíþjóð og annars staðar í Evrópu, þar sem Parv4 er aðallega að finna meðal sprautufíkla. Í þessari rannsókn fundust engar vísbendingar um tengsl Parv4 við sjúkdómseinkenni. Það tókst að raðgreina sjö Parv4 jákvæð sýni af tólf. Allar raðirnar reyndust vera arfgerð 1 og flokkuðust með undirhóp sem inniheldur upprunalega Parv4 veiruna sem var einangruð í San Francisco. Þessi rannsókn sýndi að Parv4 DNA getur verið viðvarandi í blóði í 3 ár eftir sýkingu.

Styrktaraðili: 
  • Anders Widell, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 27.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
A study of Parvovirus 4 in Iceland.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna