is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16298

Titill: 
  • Núllfrumlög í spænsku og íslensku: Athugun á máltöku tvítyngds barns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um núllfrumlög í spænsku og íslensku og frumlagseyðufæribreytuna (e. pro-drop parameter) sem á að útskýra hvers vegna sum tungumál leyfa núllfrumlög í persónuháttarsetningum en önnur ekki.
    Spænska er fornafnafellimál (e. pro-drop language) og leyfir því setningar í persónuhætti með hljóðu frumlagi, sbr. (1).
    (1)Ha llegado.
    hefur komið
    (hann/hún/það er kominn/komin/komið)

    Íslenska leyfir hins vegar ekki slíkar setningar nema í sérstökum tilvikum, s.s. í setningum með frumlagslausan boðhátt, sbr. (2)a, og í samræðustíl, sbr. (2)b.
    (2)
    a. Förum _____ þangað! / ??Förum við þangað!
    b. A: Hver er þetta?
    B: _____ þekki hann ekki.
    Rætt er um núllfrumlög í barnamáli og tvær helstu kenningarnar um það hvers vegna börn, jafnvel þau sem ekki hafa fornafnafellimál að móðurmáli, fella brott frumlög á ákveðnu stigi í máltökunni. Enn fremur er fjallað um tvítyngi (e. bilingualism) en það hugtak hefur verið skilgreint á mismunandi hátt. Miðað er við að barn sé tvítyngt ef það hefur alist upp við tvö tungumál helst fyrir þriggja ára aldur og notar bæði málin. Þó er eðlilegt að annað málið sé ráðandi, í flestum tilvikum mál þess lands sem barnið elst upp í. Að lokum var athuguð frumlagsnotkun í máli þriggja ára tvítyngdrar stúlku, sem hér er kölluð María. Þótt sú rannsókn hafi ekki skilað eins miklu og vonast var til kom eitt og annað í ljós sem bendir til að áhrifa frá spænsku sé að gæta í íslensku stúlkunnar og áhrifa frá íslensku í spænsku.

Samþykkt: 
  • 29.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HildurJosteinsdottir_ritgerd_skil.pdf1.16 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
HildurJosteinsdottir_vidauki_skil.pdf509.74 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna