is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16325

Titill: 
  • Efnahagslegt öryggi á Íslandi: Tryggði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Íslandi efnahagslegt öryggi í kjölfar efnahagshruns árið 2008?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið efnahagslegt öryggi fékk ekki á sig núverandi mynd fyrr en undir lok kalda stríðsins: Hugtakið sem kennt var við hernaðarvarnir ríkja, var endurskilgreint og víkkað, breyttist áherslan úr því að vera á öryggi fyrir ríkið sjálft yfir í áherslu á öryggi einstaklinga innan ríkisins. Með aukinni alþjóðavæðingu eru fjármálakerfi heimsins að tengjast og renna saman en vegna aukins flækjustigs þrýstir alþjóðasamfélagið á að ríki tryggi íbúum sínum efnahagslegt öryggi þegar ófyrirséðir atburðir gerast.
    Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi tryggt Íslandi efnahagslegt öryggi í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Vitað er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti Íslandi aðstoð í kjölfar hrunsins en ekki hvort aðstoðin tryggði Íslandi efnahagslegt öryggi. Til að svara þessum spurningum er stuðst við fræðilegan grunn sem byggir á kenningum um raunhyggju, frjálslyndisstefnu og kenningu kennda við Kaupmannahafnarskólann, einnig er sótt í aðrar heimildir s.s. bækur, fræðigreinar og skýrslur.
    Greining gagna sýnir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tryggði Íslandi aðeins tímabundið efnahagslegt öryggi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Lánveitingar frá sjóðnum stuðluðu að efnahagslegu jafnvægi en viðhéldu því ekki, hins vegar voru stjórnsýslubreytingar gerðar að beiðni AGS til þess fallnar að viðhalda varanlegu efnahagslegu öryggi. Ekki liggur fyrir endanleg skilgreining íslenskra stjórnvalda á efnahagslegu öryggi eða hverjar helstu ógnanir gegn því séu. Í dag býr Ísland ekki við varanlegt efnahagslegt öryggi og er ekki aðili að stofnun, samningi eða ríkjasamstarfi sem getur veitt það.
    Það er skoðun höfundar að stjórnvöld geti dregið lærdóm af þeirri hægfara og litlu aðstoð sem fékkst frá samstarfsríkjum og stofnunum haustið 2008.

  • Útdráttur er á ensku

    The term economic security is a relatively modern one and has only been in use since around the end of the Cold War. At first it primarily meant military security and strength, but was redefined and adopted as the security of civilians. As globalization increases, the financial systems of the world become more interconnected and even merged, increased complexity awakens international demands that each state/country secures the financial environment for their citizens in the event of unforeseen developments.
    The prime objective of this work is to establish whether the IMF did provide the necessary economic stability for Iceland following the economic collapse in late 2008. It was more or less a given fact that Iceland would get support from the IMF but not necessarily true that it would guarantee long-term stability and financial security. In search of the answers to this issue I build on theories about realism, liberalism and the Copenhagen school, as well as sources from books, articles and reports.
    The conclusion of this thesis shows that following the economic collapse in 2008 the IMF only provided temporary economic security for Iceland. The loans given by the IMF only support or enable financial stability but will not maintain it in the long run. IMF however directed or recommended certain changes to the financial and legal environment that help maintain financial security. The Icelandic government has not defined what financial security is or what the greatest dangers that may threaten our security are. Iceland still has little or no long-term financial stability or safety and has no partnership with any institutions, any contracts or cooperative status with other countries that establish such stability.
    In my opinion the Icelandic government should learn a lesson from what little support we got from neighboring countries in 2008 and how slow the proceedings were.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Hildur Ragnarsdóttir-NYTT.pdf2.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna