is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16334

Titill: 
  • Fjölgreinadeild Lækjarskóla í ljósi skólastefnu Hafnarfjarðar : leiðir til að koma í veg fyrir brotthvarf nemenda úr grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að greina starfsemi Fjölgreinadeildar Lækjarskóla í Hafnarfirði úr frá skólastefnu Hafnarfjarðar. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvort þörf sé á úrræði eins og þessu innan skólakerfisins. Áherslan verður lögð á þau lög og reglur sem tilheyra grunnskólunum og hugmyndafræðina sem Fjölgreinadeildin vinnur eftir. Þar sem um það bil 90% nemenda sem lokið hafa námi í deildinni fara áfram í framhaldsskóla verður farið ýtarlega í þær leiðir sem Fjölgreinadeildin fer til að sporna við brottfalli nemenda. Í rannsókninni var rætt við aðila sem koma að starfsemi Fjölgreinadeildarinnar á einn eða annan hátt. Lagðir voru spurningalistar fyrir skólastjórnendur, félagsráðgjafa í Hafnarfirði og foreldra nemenda í deildinni. Auk þess voru tekin viðtöl við nemendur deildarinnar.
    Markmið með þessu verkefni er að skoða starfsemi deildarinnar og greina þau lykilatriði sem stuðst er við til að sporna við brottfalli grunnskólanemenda. Farið verður í lög og reglugerðir sem lúta að starfsemi grunnskólanna, sem og kenningar um unglingsárin.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að það sé nauðsynlegt að bjóða upp á úrræði eins og Fjölgreinadeildina. Viðmælendur voru allir sammála um að starfsemi deildarinnar skili árangri. Foreldrar nemendanna töluðu flest allir um að mikil breyting hafi orðið á þeirra barni, breyting til batnaðar, bæði námslega og félagslega. Nemendur eru sterkari eftir veru sína í deildinni og hafa áhuga á að fara áfram í framhaldsnám. Deildarstjóri Fjölgreinadeildarinnar er þroskaþjálfi og sinnir hún starfinu af heilum hug og stendur vörð um réttindi nemenda sinna. Lykilatriði í starfi þroskaþjálfa er réttindagæsla og að stuðla að jákvæðum viðhorfum og skilningi í garð fólks með sérþarfir. Góð samskipti við nemendur, foreldra og starfsfólk skipta miklu máli. Niðurstöður í viðtölum við nemendur deildarinnar voru mjög jákvæðar þar sem allir sögðu að þeim liði vel í deildinni og ætluðu sér að fara í framhaldsskóla þegar námi í deildinni lyki.

Samþykkt: 
  • 2.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-14. maí 2013 Ágústa Jónsdóttir.pdf585.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna