is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16335

Titill: 
  • Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fatlað fólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að beina sjónum að sjálfsstyrkingarnámskeiðum fyrir fatlað fólk. Í upphafi er fræðileg umfjöllun um þróun viðhorfa til fatlaðs fólks hérlendis. Skoðaðar verða nýjar áherslu í þjónustu við fatlað fólk og sérstaklega litið til þeirra grundvallaratriða sem þarf til að fatlað fólk geti lifað eðlilegu og sjálfstæðu lífi. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf er í dag útgangspunktur í þjónustu við fatlað fólk og grundvallast hún meðal annars í notendastýrðri persónulegri aðstoð. Valdefling og sjálfsákvörðunarréttur eru mikilvæg tæki í baráttu fatlaðs fólks til að ná stjórn á eigin lífi. Í þessu ljósi eru sjálfsstyrkingarnámskeið skoðuð í þessu verkefni. Til að nálgast meginmarkmið var unnið út frá fjórum undirmarkmiðum sem verkefnið er byggt á. Með það að leiðarljósi voru tekin fjögur óformleg viðtöl við kennara eða leiðbeinanda sjálfsstyrkingarnámskeiða annahvort í eigin persónu eða spurningar voru sendar með tölvupósti. Í viðtölum var horft til innihalds og uppbyggingar námskeiðanna og merking þeirra fyrir fatlað fólk var skoðuð. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna jákvæð, styðjandi og eflandi áhrif sjálfsstyrkingarnámskeiða fyrir fatlað fólk. Fram kemur hjá viðmælendum að þau
    nýtast vel í þróun valdeflingar, sjálfsmyndar og tilfinningalegs skilnings einstaklingsins. En fremur tala viðmælendur um að þeir leggi sig fram við að samræma innihald námskeiðanna við nýjar áherslu í þjónustu við fatlað fólk, s.s. valdeflingu og fulla þátttöku í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 2.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-ritgerð_BeatrixPetraLoose_vor2013.pdf664.96 kBOpinnPDFSkoða/Opna