is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16353

Titill: 
  • Frjáls eins og fuglinn : samanburður á notendastýrðri persónulegri aðstoð og frekari liðveislu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni varpar ljósi á þann meginmun sem er á notendastýrðri persónulegri aðstoð, hér eftir kölluð NPA og frekari liðveislu sem eru þjónustuform fyrir fatlað fólk. Beint verður ljósi á helstu lög og reglugerðir sem farið er eftir þegar kemur að ofangreindum þjónustuformum og þróun þeirra í gegnum tíðina. Hugmyndafræðin á bak við NPA er sjálfstætt líf og munum við rýna í þá hugmyndafræði ásamt því að rýna í hugmyndafræðina á bak við frekari liðveislu sem eru kenningar um eðlilegt líf. NPA er þróunarverkefni og er því ekki búið að setja í lög en stuðst verður við heimildir sem tengjast þessu verkefni, frekari liðveisla er hins vegar eldra þjónustuform og eru komnar reglur og lög um það. Til þess að fá betri innsýn af NPA og frekari liðveislu fengum við að taka viðtal við tvo einstaklinga sem nota þessi þjónustuform.
    Markmið verkefnisins var að skoða hugmyndafræðilegan mun milli NPA og frekari liðveislu og skoða hvað felst í þjónustunni, hver munurinn er á þjónustuformunum og rýna í styrkleika og veikleika þeirra.

    Niðurstöður gefa til kynna að NPA er þjónustuform þar sem notandinn hefur völdin á þjónustunni, snýst um að geta ráðið sjálfur hvenær, hvar og hversu oft hann þarf á þjónustunni að halda og geta ráðið sína eigin aðstoðarmenn. Í frekari liðveislu getur einstaklingur ekki ráðið því hvern hann fær til að aðstoða sig, heldur kemur þjónustan frá búsetukjarna og eru það starfsmenn sem þar vinna sem sinna þjónustunni en áður fyrr voru það sjálfstæðir aðilar. Einnig virðist sem að einstaklingar sem fá frekari liðveislu fái hana nokkrum sinnum í viku á meðan einstaklingar sem eru með NPA geta gert það sem þeir vilja, þegar þeir vilja með aðstoðarfólki sínu sem er viðstatt allan daginn, alla daga.

Samþykkt: 
  • 3.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frjáls eins og fuglinn.pdf1.07 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna