is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1635

Titill: 
  • Færsla þjóðvega úr þéttbýli : samfélagsleg áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samfélagsleg áhrif af færslu þjóðvega úr þéttbýli. Stytting á Þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslu er fyrirhuguð á þriðja tímabili núgildandi samgönguáætlunar og nefnist hún Svínavatnsleið. Svínavatnsleið er stytting upp á 12,6- 14,6 kílómetra og gerir það að verkum að Blönduós verður ekki lengur við Þjóðveg 1. Svipaðar hugmyndir eru uppi á öðrum stöðum eins og á Selfossi og í Borgarnesi. Aflað var bæði megindlegra og eigindlegra gagna. Í upphafi voru settir saman tveir ólíkir rýnihópar sem notaðir voru til að varpa ljósi á ferðahegðun bæði almennings og atvinnubílstjóra. Í framhaldi
    af því var gerð könnun í formi spurningalista í N1 skálanum á Blönduósi og var úrtakið 273 einstaklingar. Umferð um svæðið var metin sömu daga með talningu. Einnig voru notuð fyrirliggjandi gögn úr símakönnunum þar sem ferðahegðun fólks var skoðuð. Helstu niðurstöður eru þær að þeir sem eru einir í bíl stoppa oftar en þeir sem ferðast fleiri saman, einnig stoppa þeir sem ferðast með börn sjaldnar en þeir sem ekki eru með börn. Um 17% af umferðinni um svæðið nýtir sér þjónustu N1 skálans og er meðaleiðsla á mann 918 krónur. Flestir viðmælendur eða um 200 einstaklingar keyptu mat eða sælgæti þegar þeir stoppuðu á
    Blönduósi og um helmingur viðmælenda nýtti sér salernisaðstöðuna. Meirihluti viðmælenda
    taldi Blönduós góðan áningarstað út frá staðsetingu og þjónustu. Flestir töldu líklegt að þeir færu nýju leiðina án veggjalds en örlítið færri töldu líklegt að nýja leiðin yrði farin jafnvel þótt greiða þyrfti veggjald. Í rýnihópunum kom þó fram að skilvirka leið þyrfti til að taka veggjald af leiðinni. Höfundar telja áhrifin á Blönduós ekki vera eins mikil og haldið hefur verið fram og því eigi að ráðast í gerð styttingarinnar við Svínavatn.
    Abstract: The main objective of this research was to look at the social effect of moving a main highway from an urban town. Curtailment of Route 1 in Húnavatnssýsla is scheduled during the third term of the current transportation plan. It has been given the name Svínavatnsleið. Svínavatnsleið is a short cut of 12,6-14,6 kilometers and because of it Blönduós will no longer
    be on Route 1. Similar ideas are in the works for places such as Selfoss and Borgarnes. Both quantitative and qualitative data was obtained. At the start two different types of focus groups were put together to shed light on the travel behavior of both the general public and
    professional truck drivers. In continuation of this a questionnaire survey was conducted at the N1 shop in Blönduós and the sample was 273 individuals. Traffic in the area was also evaluated parallel to the questionnaire survey. Data from a phone survey on peoples travel behavior, that had already been done, was also used. The main conclusion is that individuals traveling alone are more likely to stop than people traveling together. People traveling with children also stop less frequently than people not traveling with children. About 17% of the traffic through the area use the service provided by N1 and the average amount spent is 918
    ISK. Most of the participants (interlocutor) or 200 persons, bought food or sweets while they stopped in Blönduós and half of them used the rest rooms. The majority of the participants thought Blönduós was a good place to stop, both because of the location and the service provided. Most of them thought they would use the new route if it was free of charge, a little
    fewer thought they would use it if they would have to pay a toll. The focus group however revealed that it would have to be efficient if a toll were to be charged. The authors believe that the impact of moving Route 1 from Blönduós will not have as great an effect as has been suggested and therefore believe it to be viable to commence the curtailment at Svínavatn.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA)
Samþykkt: 
  • 10.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Færsla þjóðvega úr þéttbýli- Samfélagsleg áhrif.pdf3.16 MBOpinnFærsla þjóðvega úr þéttbýli-heildPDFSkoða/Opna