is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16386

Titill: 
  • Raunveruleikaregla skattaréttar. Rannsókn á grunnreglu 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og áhrifum Evrópuréttar á beitingu reglunnar
  • Titill er á ensku Principle of Reality in Icelandic Tax Law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var rætt um raunveruleikareglu í íslenskum skattarétti, einkum með hliðsjón af 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Umfjöllunin miðaðist við tekjuskatt, þ.e. skatt sem lagður er á samkvæmt lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt.
    Markmið ritgerðarinnar var að rannsaka hvað sé átt við, þegar vísað er til grunnreglu 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt eða raunveruleikareglu og afmarka það hugtak. Rannsóknin fólst í greiningu á dómum Hæstaréttar Íslands og úrskurðum yfirskattanefndar. Fundin voru viðmið í erlendum rétti og þau borin saman við íslenskan rétt. Í ljósi þess að viðskipti eru alþjóðleg og aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðisins hefur gert landamæri óljósari mörk, þótti rétt að kanna, hvort raunveruleikaregla væri samrýmanleg Evrópurétti. Því mætti, hvað efnistök varðar, líta á ritgerðina sem tvo sjálfstæða hluta. Í fyrri hlutanum er leitast við að afmarka raunveruleikareglu. Í þeim síðari er spurt hvort beiting raunveruleikareglu sé samrýmanleg Evrópurétti.
    Fyrri hlutinn var uppbyggður á þá leið að í öðrum kafla ritgerðarinnar var fjallað um grundvallarhugtök og –sjónarmið í skattarétti og túlkun skattalaga. Í þriðja kafla var leitað viðmiða í erlendum rétti. Löndin voru valin með hliðsjón af tengslum þeirra við Ísland og horft til þess að þau hefðu líkan bakgrunn, en viðmið þeirra voru engu að síður ólík. Í lok kaflans voru dregin saman þau viðmið, sem lögð voru til grundvallar rannsókninni. Í fjórða kafla var raunveruleikaregla afmörkuð. Í fimmta kafla var kannað, hvort beiting reglunnar væri í samræmi við þau grundvallarsjónarmið, sem fjallað var um í öðrum kafla.
    Annan hluta ritgerðarinnar er svo að finna í sjötta kafla en þar var fyrst rætt um þau áhrif, sem Evrópuréttur hefur haft á íslenskan skattarétt. Þá var rætt hvort mögulegt væri að misnota þann rétt sem veittur hefur verið með lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn). Því næst var kannað, hvaða skilyrði eru gerð í Evrópurétti sé sá réttur, sem tryggður er í EES-samningnum takmarkaður í þeim tilgangi að koma í veg fyrir undanskot frá skatti. Þau skilyrði voru fundin með athugun á dómaframkvæmd Evrópudómstólsins í Brussel. Beiting raunveruleikareglu er síðan borin saman við skilyrði Evrópuréttar.
    Í lok ritgerðarinnar voru heildarniðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 5.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Örrn Árnason.pdf904.93 kBLokaður til...01.09.2043HeildartextiPDF