is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/163

Titill: 
  • Unglingamóttakan á Heilsugæslustöðinni á Akureyri : viðhorf unglinga til gæða og þjónustu móttökunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu vel unglingamóttakan við Heilsugæslustöðina á Akureyri er nýtt, hvaða viðhorf unglingar hafa gagnvart þjónustunni, bæði þeir sem hafa nýtt sér hana og þeir sem hafa ekki og þeim gæðum sem felast í þjónustunni séð frá sjónarhóli þátttakenda. Jafnframt var tilgangurinn að kanna hvort unglingar vissu af þjónustunni og að fá fram hugmyndir þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna og þeirra sem ekki hafa nýtt sér hana um hvernig hægt er að skipuleggja þjónustuna betur að þeirra þörfum. Þetta var mjög verðugt viðfangsefni til rannsóknar þar sem þessi þjónusta er nýtilkomin hér á landi og fáar rannsóknir verið gerðar um þetta efni. Í úrtakinu voru 210 unglingar á aldrinum 16-20 ára sem stunduðu nám í grunn og framhaldsskólum Akureyrar. Þátttakendur voru 105 og var því svarhlutfall 50%. Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Gagnasöfnun fór fram með því að leggja fyrir spurningalista með 17 spurningum fyrir þátttakendur. Við úrvinnslu gagna var notast við SPSS tölfræðiforrit og töflureikninn Excel. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í heildina séð voru þátttakendur sem höfðu nýtt sér þjónustuna almennt ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Þeim fannst bæði samskipti við starfsfólk í flestum tilvikum vera góð og þeim sýndur skilningur og nærgætni. Aðstaða móttökunnar var góð að mati flestra og þeir sem höfðu nýtt sér þjónustuna gátu langflestir hugsað sér að nýta sér hana aftur. Flestir þátttakendur vildu aukna þjónustu í formi lengri opnunartíma. Þátttakendum fannst í flestum tilvikum að auglýsa mætti þjónustuna betur.
    Lykilhugtök: Heilsugæsla; heilsugæslustöð; unglingur; unglingamóttaka; gæðamat; mælitæki; spurningalisti; viðhorf.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unglmott.pdf3.51 MBOpinnUnglingamóttakan á Heilsugæslustöðinni á Akureyri - heildPDFSkoða/Opna