is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16419

Titill: 
  • Þátttaka fatlaðra ungmenna í almennu félagsmiðstöðvarstarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er BA ritgerð í þroskaþjálfafræðum sem byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum Tekin voru viðtöl við grunnskólanemendur sem fjölluðu um þátttöku þeirra í félagsmiðstöð og viðhorfum þeirra og upplifun á viðhorfum samnemenda sinna á þátttöku fatlaðra ungmenna í félagsmiðstöðinni. Viðmælendur voru átta ófötluð ungmenni og skiptust þeir í fjóra hópa. Í hópunum voru tveir og tveir saman, tveir hópar úr 10. bekk og tveir úr 9. bekk. Þetta voru nemendur úr einni félagsmiðstöð. Í viðtölunum koma fram helstu skoðanir þeirra um þátttöku fatlaðra ungmenna, viðhorf sem beinast að þeim og þær hindranir sem koma í veg fyrir þátttöku þeirra.
    Þeir þættir sem stuðla að þátttöku fatlaðra ungmenna til tómstunda ásamt þeim lögum og réttindum er þeir hafa, eru hafðir að leiðarljósi í byrjun ritgerðarinnar. Almenn umfjöllun um starf félagsmiðstöðva, hugmyndafræði og stefnur þess er einnig að finna, ásamt fræðilegum bakgrunni og stuttri umfjöllun um þróunarverkefni sem ég vann á vorönn 2013 sem styður við umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Niðurstöður viðtalanna láta í ljós að félagatengsl virðast skipta sköpum til þátttöku við félagsmiðstöðina og að hópastörf, með áherslu á félagsþroskann, geta verið lykilþáttur til að efla félagsleg tengsl og samskiptafærni.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA+uppkast+Sif.pdf753.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna