is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16423

Titill: 
  • Alþjóðlegir mannréttindasamningar og íslenska stjórnkerfið
  • Titill er á ensku International Human Rights Agreements and the Icelandic governmental system
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hefur sú þróun átt sér stað í Evrópu að alþjóðlegir mannréttindasamningar hafa haft aukin áhrif á landsrétt ríkja. Þessi þróun helst í hendur við sífellt aukna alþjóðasamvinnu á öllum sviðum og mikla fjölgun alþjóðlegra stofnana sem vinna að markmiðum þjóðréttarsamninga og fylgja framkvæmd þeirra eftir. Ísland er engin undantekning hér á en alþjóðlegir mannréttindasamningar hafa verið mikilvægur áhrifavaldur í þróun íslensks réttar þegar kemur að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Markmiðið með ritgerð þessari er að varpa ljósi á stöðu og umgjörð mannréttindamála á Íslandi, einkum í tengslum við alþjóðlega mannréttindasamninga sem Ísland á aðild að.
    Helstu niðurstöður eru þær að umgjörð mannréttindamála á Íslandi er býsna veigamikil. Mannréttindi af fjölbreyttum toga eru skráð í stjórnarskrá auk þess sem Ísland á aðild að öllum helstu mannréttindasamþykktum Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins sem gerðar hafa verið. Þannig virðist meðvitund fyrir mannréttindum almennt vera til staðar á Íslandi og opinber viðurkenning þeirra jafnframt töluverð. En reglur og falleg loforð ein og sér duga skammt. Setja þarf heildstæða stefnu sem íslensk stjórnvöld geta starfað eftir og almenningur treyst á. Þannig er þróun mannréttinda bæði innanlands og í alþjóðlegu samstarfi best tryggð. Jafn-mikilvægt er að tryggja eftirfylgni og framkvæmd gildandi laga og reglna í samræmi við stefnu stjórnvalda. Að því leyti er ályktað að sjálfstæð þjóðbundin mannréttindastofnun í samræmi við svokallaðar Parísarreglur væri góð viðbót við núverandi mannréttindakerfi á Íslandi. Með tilkomu slíkrar stofnunar væri hægt að bæta heildrænt eftirlit og eflingu mannréttinda á Íslandi þannig að mannréttindi verði ekki orðin innantóm.

  • Útdráttur er á ensku

    In the last few decades international human rights agreements have become more influential in national legislation. This development is tied together with the ever closer international cooperation in all areas and a great increase in the number of international institutions that work towards international agreements and their enforcement. Iceland is no exception in this respect as international human rights agreements have become an important influential factor of Icelandic law and human rights provisions of the constitution. The aim of this thesis is to shed light on the state and framework of human rights matters in Iceland, especially in relations to international human rights agreements that Iceland is party to.
    The main conclusions are that the human rights framework in Iceland is quite significant. A wide variety of human rights are included in the constitution and in addition Iceland is party to all the major human rights agreements of the United Nations and the Council of Europe. From that we can gather that there is a general consciousness of human rights in Iceland and their official recognition is also considerable. However, rules and appealing promises alone are not enough. A coherent strategy for human rights needs to be set, for the government to work by and the public can count on. That way, the development of human rights both domestically and internationally can best be insured. Equally important is to ensure implementation and enforcement of the law in accordance to public policy. In this respect, it is concluded that an independent National Human Rights Institution compliant with the Paris Principles would be a great addition to the current human rights system in Iceland. An institution like that could help promote a comprehensive and constant enforcement of human rights in Iceland giving human rights real significance.

Samþykkt: 
  • 7.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-SigurjónaHreindísSig.pdf960.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna