is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16424

Titill: 
  • Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri: Tækifæri og áskoranir fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á hvað felst í tilskipun 2011/24/ESB um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Greind eru þau áhrif sem kunna að fylgja innleiðingunni á íslenskt heilbrigðiskerfi og vísbendingar fengnar um vilja almennings til að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Tilgangurinn er að draga fram þau tækifæri og áskoranir sem íslensk stjórnvöld kunna að standa frammi fyrir.
    Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri er ekki ný af nálinni en lög og reglur er varða hana hafa þótt flókin og óskýr. Með tilskipuninni er leitast við að skýra þessar reglur og auðvelda aðgengi sjúklinga að öruggari, hágæða heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.
    Til að svara rannsóknarspurningum var gerð tilviksrannsókn. Rannsóknargagna var aflað, viðtöl voru tekin við sérfræðinga og spurningarlistar lagðir fyrir sjúklinga á biðlista eftir heilbrigðisþjónustu.
    Helstu niðurstöður eru þær að stjórnvöld hafa í hendi sér hversu mikil áhrif innleiðing á tilskipuninni hefur á íslenskt heilbrigðiskerfi. Skiptir þá máli hvernig þeir fyrirvarar sem felast í tilskipuninni eru túlkaðir. Niðurstöður gáfu til kynna að innleiðing á tilskipuninni verður til hagsbóta fyrir íslenska neytendur. Vísbendingar eru um að vilji almennings á Íslandi til að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri sé með sama hætti og í öðrum Evrópulöndum þar sem flestir kjósa að fá þjónustu í sínu heimalandi, á sínu tungumáli, nálægt fjölskyldu og þar sem þeir þekkja vel til aðstæðna.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð skil.pdf809.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna