is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16427

Titill: 
  • Sorgin og úrvinnsla hennar. Sálgæsla og áfallahjálp
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er rætt um uppruna,tilgang og markmið sálgæslunnar. Hvaðan hún er sprottin og hvernig hún vinnur. Sálgæslunni er líkt við brúargerð sem tengir manninn við Guð og er leið mannsins út úr einsemdinni og þjáningunni. Sálgæslan gengur alltaf út á að mæta manneskjunni þar sem hún er hverju sinni, veita stuðning í erfiðum aðstæðum og ef vel er að staðið, hjálpa manneskjunni að vaxa af raunum sínum.Farið er yfir viðfangsefni sálgæslunnar en það er að vera til staðar fyrir manneskjuna eins lengi og hún þarfnast stuðnings. Í ritgerðinni er spurt hvernig fólk nær að vinna sig út úr áföllum og finna aftur tilgang og merkingu. Fjallað er um merkingarleitina og leitina að tilgangi lífsins. Spurningar eins og er Guð til? Er hægt að færa sönnun fyrir tilvist hans? Allt eru þetta spurningar sem reynt er að leita svara við ásamt fræðilegum þáttum varðandi áfallahjálp og sorgarúrvinnslu. Til að dýpka skilning á upplifun og aðstæðum syrgjenda eru tekin viðtöl við foreldra sem misst hafa börn sín sem og viðtal við prest sem sinnir sálgæslu og samfylgd.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf685.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna