is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16438

Titill: 
  • Birtingarmynd flótta í íslenskum kvikmyndum: Greining eftir kvikmyndategundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að rannsaka birtingarmynd flótta í íslenskum kvikmyndum. Markmiðið er að skoða og fjalla um hinar ýmsu myndir sem flótti getur tekið í ákveðnum kvikmyndum og reyna að greina hann eftir kvikmyndategundum. Við ítarlega athugun á umfjöllunarefnum íslenskra kvikmynda kemur í ljós að stór hluti þeirra fjallar um flótta á einhvern hátt og áhugavert er að bera saman og kryfja flóttann í samhengi kvikmyndagreina. Þar má helst nefna smábæjarmyndir, vegamyndir og glæpamyndir sem þær kvikmyndategundir þar sem flótti kemur mikið fyrir. Flóttinn kemur þó fyrir í hinum ýmsu kvikmyndum en þessir flokkar ná yfir breiðasta partinn á samfélagslegan og listrænan hátt.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta verður fjallað almennt um flótta í íslensku samfélagi og hvernig við sjáum hann í íslenskum kvikmyndum. Það er að segja stutt umfjöllun um sögulegar staðreyndir sem tengjast flótta og hafa færst inn í eða haft áhrif á kvikmyndagerð á einn eða annan máta. Í síðari hluta verður gerð tilraun til þess að flokka gerðir flóttans eftir kvikmyndategundum. Þar eru ákveðnar myndir úr íslenskri kvikmyndasögu teknar fyrir og kafað djúpt í birtingarmynd flóttans á hverjum stað fyrir sig. Þær myndir sem falla undir hvern flokk fyrir sig eru síðan greindar ítarlega og athugað hvers lags flótti á sér stað og hvort við getum tengt hann við kvikmyndategundirnar sjálfar. Þær tegundir flótta sem við skoðum eru til að mynda andlegur, tilfinniningalegur umhverfislegur og samfélagslegur flótti, flótti tengdur lögbrotum, eyjukonseptinu, geðveiki og svo má lengi telja.
    Eftir ítarlega greiningu á kvikmyndunum kemur ýmislegt í ljós. Miðað við hvern flokk fyrir sig sjáum við að smábæjarmyndin fjallar að mestu leyti um flótta undan aðstæðum og örlögum, það er að segja að gera allt sem hægt er til þess að koma sér á betri stað. Á meðan fjallar glæpamyndin auðvitað að mestu um flótta undan yfirvöldum. Vegamyndin myndar svo einhvern milliveg þar á milli þar sem birtingarmynd flóttans er ákveðin blanda af flótta undan yfirvöldum og flótta frá aðstæðum. Yfirleitt eru persónur vegamyndarinnar að flýja aðstæður sínar og tengist það oft yfirvöldum á einhvern hátt þó það sé í minna mæli en í glæpamyndinni.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
birtingarmyndflotta_birkirsveins_ba.pdf342.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna