is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16447

Titill: 
  • Áður óþekkt illska: Um illsku alræðis og venjulegs fólks í ljósi kenninga Hönnuh Arendt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • í þessari ritgerð er gerð grein fyrir kenningum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt (1906-1975) um illsku og hugsun sem sem getur varnað henni. Arendt greindi annars vegar alræðiskerfi tuttugustu aldarinnar þar sem hún sá nýja gerð róttækrar illsku. Sú illska brýst fram í kerfum þar sem öllum einstaklingum er jafn ofaukið. Hins vegar beindi hún sjónum sínum að gerendum innan slíkra kerfa og í umfjöllun sinni um stríðsglæpamanninn Adolf Eichmann setti hún fyrst fram hugmyndina um fáfengilega illsku. Slík illska stafar af hugsunarleysi og dómgreindarskorti gerandans. Vegna þess að báðar þessar gerðir illsku voru algjörlega ný fyrirbæri hafnaði Arendt því að heimspekihefðin gæti gert grein fyrir þeim með skiljanlegum hætti. Alræðið markaði fyrir henni rof í mannkynssögunni sem kallaði á nýjan skilning á illskuhugtakinu, skilning sem ekki gerði ráð fyrir illum hvötum eða vilja sem nauðsynlegum forsendum illsku. Hugmyndir Arendt um illsku eru nátengdar kenningum hennar um hugsun. Frjáls og sjálfstæð hugsun eflir dómgreind og samvisku einstaklingsins og þannig getur hún varnað því að einstaklingurinn fremji illskuverk innan kerfis þar sem viðmiðum og gildum er snúið á haus.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er stuttlega fjallað um þá hefð og viðteknu hugmyndir um illsku sem Arendt greindi sig frá. Kenningum hennar um róttæka illsku, fáfengilega illsku og hugsun eru gerð skil út frá hennar helstu verkum, Uppruna alræðis, Eichmann í Jerúsalem og Lífi hugans. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um tengsl róttækrar og fáfengilegrar illsku. Út frá túlkunum Richard J. Bernstein og Margaret Canovan á verkum Arendt er sú ályktun dregin að róttæk og fáfengileg illska verki hvor á aðra og geti skapað vítahring sífellt vaxandi illsku. Róttæk illska ræðst gegn forsendum hugsunar og skapar þannig fáfengilega gerendur sem viðhalda því kerfi sem róttæka illskan birtist í. Greining Arendt á stórum kerfum og hegðun einstaklinga innan þeirra á ennþá erindi við okkur í dag þó svo að alræðið sé liðið undir lok því við lifum á tímum risavaxinna tækni-, peninga- og efnahagskerfa sem einstaklingar halda við þrátt fyrir að þau geti verið skaðleg þeim og öðrum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áður óþekkt illska.pdf354.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna