is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16455

Titill: 
  • Þetta reddast. Krísustjórnun á opinberum vettvangi og ímynd Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er krísustjórnun á opinberum vettvangi skoðuð útfrá ímynd Íslands. Leitast er við að varpa ljósi á hvort til séu formlegir verkferlar eða krísustjórnunaráætlanir sem hafa þann tilgang að draga úr þeim skaða sem krísur getur haft á ímynd landsins. Eigindlegri rannsóknaraðferð er beitt, og fræðilegt sjónarhorn rannsóknarinnar eru kenningar og fræði krísu, krísustjórnunar og krísustjórnunaráætlana. Átta viðtöl voru tekin við opinbera starfsmenn sem starfa við almannatengsl eða önnur störf og tengjast viðfangsefninu og svör þeirra borin saman við fræðilega umfjöllun.
    Í ljós kom að ekki eru til formlegir verkferlar eða krísustjórnunaráætlanir samkvæmt viðmælendum sem taka á ímynd Íslands á krísutíma. Það er þó til mikil þekking á Íslandi um hvernig eigi að takast á við krísur svo ímynd landsins verði ekki illa úti og margt virðist vera gert til að vernda orðspor og ímynd landsins. Viðmælendur voru sammála um mikilvægi þess að segja satt og rétt frá og að heiðarleiki skipti máli. Þegar kom að orðræðu viðmælenda var hún oft í takt við íslenska orðatiltækið „þetta reddast“, en þegar upp komu krísur var eins og áætlanir hafi verið moðaðar saman á örskotsstundu og fólk hafi verið kallað til úr ýmsum áttum til að hjálpa til og á meðan gat það ekki sinnt sínum daglegu störfum. Hugmyndir viðmælenda um viðbrögð á krísutíma og ímynd Íslands eru í samræmi við fræðilegar hugmyndir.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta reddast; Krísustjórnun á opinberum vettvangi og ímynd Íslands.pdf704.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna