is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16481

Titill: 
  • Af holdi og blóði. Um það sem aðeins verður lýst
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með hraðri þróun vísinda virðist sífellt erfiðara að gera grein fyrir mannlegu eðli án þess að annað hvort líta á það sem efnislegt ferli sem að endingu tilheyrir okkur ekki, eða vísa til innsæis og tilfinninga sem, sökum takmarkaðs orðaforða okkar vanabundna hugsanaháttar, hljómar sjaldnast meira sannfærandi en hver önnur persónuleg skoðun. Markmið þessarar ritgerðar er að leita í kenningar fyrirbærafræðinganna Maurice Merleau-Ponty og Simone de Beauvoir eftir lýsingum á því einkar raunverulega sambandi sem mannveran á við umheim sinn og sjálfa sig, og verður hvorki smættað niður í kerfisbundið samhengi vísinda, né hefur nokkuð með persónulegan smekk eða skoðun að gera nema að því leyti að vera lýsing á raunverulegri upplifun einstaklingsins. Að endingu er litið til eins grundvallar veruháttar okkar, kynferðið, sem dæmi um augljóst, almennt reynslusvið þar sem má greina náið, djúpstætt samband okkar við eigin líkamlegu heild og sömuleiðis þeirra sem okkur standa næst. Upplifanir af því tagi má lýsa og greina á ótal vegu, og oft til gagns og hjálpar, en þeim verður aldrei fundinn staður í orðum svo fyllilega sé lýst.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GESTUR-BA.pdf234.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna