is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16483

Titill: 
  • Áhrif fortalna á viðhorf: Eru áhrif sérfræðings á viðhorfsbreytingu háð þankaþörf viðtakenda skilaboða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fortölur hafa lengi verið notaðar til að hafa áhrif á viðhorf fólks. Sérfræðiþekking flytjanda skilaboða getur aukið áhrifamátt fortalna, þótt það sé ekki algilt. Þankaþörf viðtakenda skilaboða er talin hafa áhrif á hversu móttækilegur hann er fyrir fortölum og hvort sérfræðiþekking flytjanda skipti máli. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort sérfræðiþekking flytjanda skilaboða stýrði áhrifum fortalna á viðhorf. Einnig var athugað hvort sérfræðiþekking flytjanda hefði mismikil áhrif á viðhorf eftir þankaþörf viðtakenda skilaboða. Þátttakendum voru birt skilaboð um staðgöngumæðrun í formi blaðagreinar og var flytjandi annað hvort sagður vera sérfræðingur eða ekki sérfræðingur. Þátttakendur (N = 86), nemendur við Háskóla Íslands, fylltu út kvarða sem mátu viðhorf þeirra til staðgöngumæðrunar og þankaþörf þeirra. Tilgátur rannsóknarinnar voru ekki studdar. Marktækur munur fannst ekki á viðhorfi þátttakenda eftir því hvort flytjandi skilaboða var sérfræðingur eða ekki og þankaþörf þátttakenda stýrði ekki áhrifum sérfræðiþekkingar flytjanda skilaboða á viðhorf þeirra. Skýring á þessu gæti meðal annars verið einsleitt og lítið úrtak og að forprófun skorti á styrkleika fortalna sem og sérfræðiþekkingu flytjanda.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaMargretSigridurThora.pdf655.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna