is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16493

Titill: 
  • Að finna réttu orðin: Lyklun sjónvarpsefnis hjá safnadeild RÚV
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf viðmælenda til lyklunar og verklag við lyklun sjónvarpsefnis hjá safnadeild RÚV og hvernig lyklunin nýtist notendum deildarinnar. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við rannsóknina; hálfopin djúpviðtöl voru tekin við fimm starfsmenn deildarinnar og þrjá notendur og jafnframt var framkvæmd þátttökuathugun. Varpað er ljósi á lagalegt umhverfi safnadeildar RÚV og gerð grein fyrir hlutverki safnadeildar eins og það kemur fyrir í stefnu RÚV 2012-2016. Fjallað er um tilgang og aðferðir lyklunar, sérstaklega í samhenginu lyklun myndefnis. Sagt er frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem gerðar hafa verið á safnadeild RÚV og þær settar í samhengi við lyklun sjónvarpsefnis. Í ljós kom að ýmsir þættir rekstrarumhverfis safnadeildar hafa áhrif á lyklunarstarfið sem þar fer fram. Má nefna til skráningarkerfin sem notuð eru og skort á fjármagni, tíma og mannskap. Starfsfólk safnadeildar tekur einnig tillit til tilgangs starfsemi deildarinnar við lyklunarstarf sitt, en segja má að tilgangurinn sé tvískiptur: annars vegar þjónusta við notendur og hins vegar varðveislustarfsemi. Tíðarandi hefur sín áhrif á lyklun sjónvarpsefnis, en tíðarandi birtist bæði í breytingum á íslenskri tungu og breytingum í þjóðfélagsumræðu. Ólíkar tegundir sjónvarpsefnis krefjast einnig ólíkrar nálgunar við lyklun. Ýmsir verklegir áhrifavaldar hafa áhrif á hvernig að lykluninni er staðið. Sem dæmi má nefna venjubundið verklag við lyklun, uppröðun húsgagna í skrifstofurými, gæðastjórnun efnisorðalykils deildarinnar og samstarf við starfsfólk annarra deilda. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að lyklun er mikilvægur verkþáttur í skráningu sjónvarpsefnis hjá safnadeild RÚV og að starfsfólkið leggur mikinn metnað í að standa að lykluninni á sem fagmannlegastan hátt en að koma á sama tíma til móts við þarfir notenda sinna. Notendur kváðust þó notast mest við nöfn, titla eða frjálsa orðaleit í leit sinni í skráningargrunnum safnadeildarinnar. Lyklun nýttist þeim engu að síður stundum við leit.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to gauge the attitudes and practices among the staff of the RÚV audiovisual archives with regard to indexing television programmes. Further, the study aimed to investigate whether television indexing was useful to the users of the RÚV archives. Qualitative research methods were used; half-open deep interviews were conducted with five employees of the archives as well as three regular users. A participant observation study was also conducted. The study sheds light on the framework of laws and regulations governing the RÚV archives and how the archives’ purpose is defined in the RÚV Official Policy for 2012-2016. The methods and theories of indexing are dealt with, in particular as they pertain to the indexing of visuals. The results of two older studies of the RÚV archives are examined in the context of television indexing. The study revealed that various elements of the administrative environment of the archive influences its indexing practices. These elements include the cataloguing systems and a deficit of money, time and staff. The purpose of the archive can be said to be twofold: on the one hand the archive exists to meet the needs of its users and on the other hand the archive preserves a national cultural heritage. This twofold purpose is actively taken into account by the staff as they index television programmes. Television indexing is also effected by changes in the Icelandic language, changes in societal discourse and the various demands of different television genres. The work routine surrounding television indexing also effects the quality of indexing. Other practical influences include the open office layout of the workspace, quality control of the indexing language and cooperation with other departments within RÚV. The results of the present study are that television indexing is regarded as an important part of the cataloguing process by the RÚV archive staff, who do their utmost to practice professional indexing while making concessions to the needs of their users. The users claimed to search the television databases by name, title or full text search. Television indexing did prove useful to them in certain instances.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16493


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vigdis_MLIS_Lokaritgerd.pdf649.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna