is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16503

Titill: 
  • Sjálf og kerfi: Hlutlægni og huglægni heimspekinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar áherslan er sett á hlutlæga hlið heimspekinnar getur hið huglæga virst vera aðeins lítið endurkast af því hlutlæga sem gleypir það um leið og það birtist en ef áherslan er hins vegar færð á hið huglæga virðist veruleikinn aðeins merkingarlaus draumur einangraðrar sjálfsveru, sbr. efasjúkt cogito Descartes. Hvernig er hægt að halda í skynsemi sinnar eigin hugsunar án þess að einangra sig frá ytra heimi hlutanna?
    Sjálfsveran kemur til sögunnar í kerfi Hegels í lok fyrstu bókar hans, Fyrirbærafræði andans, í þem kafla sem heitir „Absolút vissa“. Fyrirbærafræðin rekur sögu vitundarinnar frá hennar einföldustu mynd sem ósnortið skynsamband við heiminn til þeirrar absolútu vissu sem þekkir sjálfa sig og má því með réttu kallast sjálfsvera, ekki aðeins vitund. Sjálfsveran í heimspeki Hegels er vitund sem skilur að hún er mótuð af stærri heimi.
    Þennan undirbúning sjálfsverunnar þarf að hafa í huga þegar haldið er lengra inn í kerfi Hegels. Sé það ekki gert getur kerfið virst eiga að vera tæmandi lýsing á veruleikanum. Þannig getur heimspekin stundum virst algerlega huglæg en í ljósi þess að heimspekin notast við hugtök er hún hins vegar einnig hlutlæg því hugtökin verða til og öðlast merkingu í hlutlægum veruleika eða því sviði sem tengir vitundir saman, það er í tungumálinu.
    Það má gagnrýna bæði huglægu og hlutlægu hliðina á kerfi Hegels: Hlutlægnin leiðir til algjörrar frelsissviptingar sjálfsins (þegar sjálfið virðist vera aðeins vitund um ytri veruleika og því sjálft án inntaks) en huglægnin leiðir aftur á móti til sjálfshyggju (að veruleikinn sé aðeins til í sjálfinu og sé óháður því hvort einhver ytri heimur sé til). Með því að tengja huglægan og hlutlægan veruleika saman er hinsvegar hvorki hætta á frelsissviptingu né sjálfshyggju og því ekkert að óttast í kerfi Hegels.

Samþykkt: 
  • 12.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjalf_og_kerfi.pdf443.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna