is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16554

Titill: 
  • Markaðsstarf UNICEF á Íslandi. Vitund og orðspor
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Starfsemi félagasamtaka spilar stórt hlutverk í að draga úr fátækt, vernda mannréttindi og hlúa að umhverfinu. Meirihluti félagasamtaka byggir starf sitt alfarið á framlögum almennings. Innleiðing markaðstarfs er lykillinn að velgengni fyrirtækja og þó að félagasamtök séu ólík almennum fyrirtækjum á ýmsan hátt þá eiga aðferðir markaðsfræðinnar vel við félagasamtök til að bæta árangur og auka hagnað.
    Í ritgerðinni verður kannað hvernig frjáls félagasamtök geta nýtt sér aðferðir viðskiptafræðinnar til að gera starfið öflugara og hagkvæmara. Í meginkafla ritgerðarinnar er hugtakið frjáls félagasamtök skoðað. Þá verður einnig litið á félagasamtök í starfsumhverfi fyrirtækja. Gert verður grein fyrir mikilvægi vörumerkjastjórnunar en þar sem markaðurinn fer stækkandi og samkeppni eykst er enn mikilvægara nú en áður að aðgreina sig frá öðrum. Þá verða aðferðir markaðsfræðinnar sem tengjast rekstri frjálsra félagasamtaka skoðaðar. Sagt verður einnig frá starfi UNICEF og þau mátuð við fræðin. UNICEF leggja mikið upp úr hagkvæmni og með auknum hagnaði á ári hverju gefur það vísbendingu um mikilvægi þess að horfa til viðskiptafræðinnar við rekstur. Gerð var rannsókn til að kanna skilvirkni í starfi UNICEF og í lok ritgerðar verður þeirri rannsókn gerð ítarleg skil.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fólk er almennt hlynnt því að félagasamtök skuli eyða í rekstur, svo sem laun og markaðsstarf. Þó voru flestir sammála að lítið hlutfall skuli fara í markaðsstarf. Þeir sem styrkja UNICEF eru með jákvætt viðhorf gagnvart samtökunum. Vitund og eftirtekt á UNICEF er almennt mikil, en meiri hjá konum en körlum. Staðfærsla samtakanna er að skila sér vel til almennings þá sérstaklega hvað varðar herferðina Dagur rauða nefsins. Orðspor samtakanna er jákvætt, fólk ber almennt traust til þeirra og telur starfsemina mikilvæga.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún_Þráinsdóttir_BS.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna