is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16577

Titill: 
  • Kulnun á meðal fangavarða á Íslandi. Rannsókn á kulnun og streituvöldum í starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á starfi fangavarða hafa sýnt fram á að ýmsir skipulags- og starfstengdir þættir geti valdið streitu og kulnun á meðal starfsstéttarinnar. Kulnun eru viðbrögð við langvarandi streituvaldandi aðstæðum í starfi og er skilgreind á þremur víddum; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), hlutgerving (e. depersonalization) og minnkuð persónuleg frammistaða (e. personal accomplishment). Markmiðið með þessarri rannsókn var að athuga hvort kulnunar sé að gæta á meðal fangavarða á Íslandi auk þess að athuga hvort finna megi tengsl á milli ákveðinna þátta starfsins og kulnunar. Þá var einnig reynt að bera kennsl á þá þætti starfsins sem eru að hafa hvað mest áhrif á fangaverði. Til þess var notast við tvo sjálfsmatskvarða, annars vegar Starfskulnunarlista Maslach (Maslach´s Burnout Inventory) og hins vegar WSSCO streitulistann (Work Stress Scale for Corrections Officers).
    Niðurstöður leiddu í ljós að fangaverðir sýna einkenni kulnunar á öllum þremur víddum, minnst á tilfinningalegri örmögnun og mest á minnkaðri persónulegri frammistöðu. Fastráðnir fangaverðir eru líklegri til að finna fyrir tilfinningalegri örmögnun en afleysingafangaverðir. Þættirnir vinnuálag, hlutverkatogstreita, tvíræðni hlutverka, ástand vinnustaðar, skynjuð hætta af starfinu, almenn vandamál og neikvæð upplifun af samskiptum við fanga höfðu allir jákvæða marktæka fylgni við tilfinningalega örmögnun en ekki fundust marktæk tengsl þessarra þátta við hlutgervingu eða minnkaða persónulega frammistöðu. Þeir skipulagstengdu þættir sem virðast valda fangavörðum mestri streitu eru hlutverkatogstreita, tvíræðni hlutverka (óljós hlutverk) og ófullnægjandi ástand vinnustaðar á meðan þeir starfstengdu þættir sem valda mestri streitu eru vinnuálag, skynjuð hætta af starfinu og þau áhrif sem starfið hefur á tengsl við fjölskyldu og vini.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Kristinsdóttir.pdf969.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna