is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16580

Titill: 
  • Hvernig má stuðla farsælu lestrarferli hjá börnum með lesblindu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig stuðla megi að farsælu lestrarferli hjá börnum með lesblindu. Öll börn eiga rétt á námi við sitt hæfi og því er mikilvægt að skoða öll þau úrræði sem í boði eru. Farið verður í gegnum undirstöðu læsis og hvað erfiðleikar í lestri geta haft í för með sér. Börn eru ólík og koma með misjafna reynslu í lestri þegar þau byrja í grunnskóla. Margt bendir til að með snemmtækri íhlutun eigi börn meiri möguleika á að ná framförum í lestri þar sem snemmtæk íhlutun byggist á aðferðum sem gerir kennurum kleift að vinna náið með þeim börnum sem eiga í erfiðleikum eða eru í áhættu. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar í gegnum árin benda til þess að röskun á starfsemi í vinstri hlið heilans hafi veruleg áhrif á lesblindu, sem og erfðir og umhverfi lesblindra barna. Til eru margskonar skimunarpróf til þess að finna börn í áhættuhópi fyrir lesblindu, með það að leiðarljósi geta kennarar gert viðeigandi ráðstafanir varðandi kennslu sína og hvert barn út frá einstaklingsmiðuðu námi. Einstaklingsmiðað nám er skipulögð kennsla sem sniðin er að þörfum hvers barns fyrir sig og telja fræðimenn sem rannsakað hafa lesblindu að hún sé besta leiðin til þess að börn með lesblindu nái árangri í námi.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð 2.pdf764.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna