is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16583

Titill: 
  • Að geta og vilja : um lestrarnám og áhugahvöt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um færni og þroska sem einstaklingur þarf að búa yfir til að geta lært að lesa og hvað það er sem gæti haft áhrif á það að einstaklingur vilji læra að lesa. Fjallað er um lestrarnám og kennslu í ljósi vistfræði- og félagskenninga um nám. Settar eru fram rannsóknarspurningarnar: Hvernig hefur áhugi áhrif í lestrarnámi og hvað finnst sex ára börnum um lestur? Skoðuð er skilgreining á hugtakinu áhugahvöt og fjallað um áhrif áhugahvatar í lestrarnámi. Sérstakri athygli er beint að sjónarmiðum barna. Bæði hvers virði það er fyrir skólastarf að gefa gaum að sjónarmiðum barna og hvernig leita megi eftir skoðunum barna á námi og skólastarfi.Tekin voru viðtöl við tvo hópa sex ára barna þar sem viðhorf þeirra til lesturs vorukönnuð . Við viðtölin var notuð demantsaðferð (Dimond ranking) sem er viðtal með stuðningi af myndum. Í umræðum eru niðurstöður viðtalsins bornar saman við fræðin. Meginniðurstöður verkefnisins eru að viðhorf barna til lesturs mótast strax á fyrsta ári og áhugi er stór áhrifaþáttur í gengi barna í lestrarnámi. Til að gera lært að lesa þurfa nemendur bæði að hafa undirstöðufærni og áhuga á lestrarnámi. Nemendur þurfa því bæði að geta og vilja læra að lesa til að ná árangri. Umhverfi hefur áhrif á væntingar, líðan og viðhorf barna. Foreldrar og kennarar geta haft mikil áhrif þó áhugahvöt sé persónubundin og háð mörgum þáttum. Börnin sem talað var við sýndu áhuga á því að læra að lesa og fannst verkefnin sem um var spurt skemmtileg. Ekki er unnt að alhæfa út frá þessum niðurstöðum þar sem aðeins var um lítið úrtak að ræða. Vonast er til að vinnan nýtist höfundi í áframhaldandi námi og starfi með börnum auk þess að ritgerðin veki áhuga annara kennaranema, kennara og foreldra á áhugahvöt í lestrarnámi barna.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni lokaeintak.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna