is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16587

Titill: 
  • Samfélagsmiðlar til markaðsfærslu: Upplifun stjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Byltingakenndar framfarir á stafrænum gagnvirkum miðlum hafa gjörbreytt samskiptaumhverfi skipulagsheilda og neytenda. Valdið í markaðssamskiptum hefur að miklu leyti færst frá skipulagsheildum yfir til neytenda. Mikilvægur liður í breyttu samskiptaumhverfi er fyrirbærið samfélagsmiðlar (e. Social Media). Slíkir miðlar hafa haft mótandi áhrif á samskipti neytenda og skipulagsheilda. Því er viðfangsefni þessarar rannsóknar að athuga hvernig íslenskir stjórnendur upplifa samfélagsmiðla til markaðsfærslu. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvernig stjórnendur upplifa þætti eins og stefnumótun og markmiðasetningu, hlutverk neytenda í breyttu samskiptaumhverfi, þau tækifæri og áskoranir sem stjórnendur þurfa takast á við í breyttu samskipta umhverfi, auk styrkleika og veikleika nýrra miðla.
    Til að kafa dýpra í viðfangsefnið og fá tækifæri til að skyggnast inn í reynsluheim stjórnenda frá fyrstu hendi varð eigindleg rannsóknaraðferð fyrir valinu. Fyrirbærafræði er sú eigindlega aðferðafræði sem rannsóknin var unnin eftir. Ástæða þess að þessi tiltekna aðferðafræði var notuð réðst fyrst og fremst af markmiði rannsóknarinnar. Rannsókn með aðferðum fyrirbærafræðinnar byggist á því að rannsakandi reyni að öðlast dýpri skiling á eðli og merkingu ákveðinnar reynslu einstaklings sem á sér stað í daglegu lífi.
    Helstu niðurstöður sýna að stjórnendur upplifa samfélagsmiðla fyrst og fremst sem samskiptamiðla. Miðlarnir veita þeim verðmætt tækifæri til að byggja upp langtíma samband við neytendur á félagslegri og mannlegri hátt en með öðrum miðlategundum. Stjórnendur reyna eftir fremsta megni að nota þá tækni sem miðlarnir byggja á til að klæðskerasauma markaðsefni í anda mismunandi samfélagsmiðla, ásamt því að leitast við að gera markaðsfærsluna meira skapandi og innihaldsríkari. Stjórnendur eru mjög meðvitaðir um það aukna vald sem neytendur hafa öðlast í krafti samfélagsmiðla og reyna eftir fremsta megni að takast á við þær áskoranir á stefnumarkandi máta. Niðurstöður rannsókninnar styðja við þá fræðilegum umfjöllun sem liggur nú þegar fyrir um viðfangsefnið. Auk þess að leggja áherslu á þá staðreynd að markaðsfærsla með samfélagsmiðlum er umsvifamikið verkefni sem þarf að nálgast með stefnumarkandi hætti.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð_lokaskjal.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna