is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16589

Titill: 
  • Myndlist í mótun þjóðernis : myndlist í Finnlandi um aldamótin 1900
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að skoða samspil þjóðernis og myndlistar í Finnlandi um aldamótin 1900. Við skoðun fyrirliggjandi heimilda kemur í ljós að Finnland hefur lengi vel verið einhverskonar höggdeyfir og skiptimynt í stjórnmálalegum deilum milli Svíþjóðar og Rússlands. Í byrjun 19. aldar missti Svíþjóð völdin af landsvæðinu sem í dag kallast Finnland yfir til Rússlands. Þessi atburður markar upphaf uppbyggingar á landinu sjálfu sem og menntunar finnsku þjóðarinnar. Á 19. öld kom fram í Vestur-Evrópu ný þjóðernisstefna og þjóðernishyggja sem markaði djúp spor í finnsku þjóðina og finnska myndlist. Finnskir þjóðernissinnar unnu hörðum höndum að því að skapa menningu sem væri byggð á finnskum forsendum og að efla það myndefni sem landið og saga þess hefði að bjóða. Þjóðarsögurnar Kalevala voru ritaðar á þessum tíma en þær veittu listamönnunum mikinn innblástur. Stjórnmálalegir atburðir og kúgunin sem rússnesk stjórnvöld beittu finnsku þjóðina hafa haft töluverð áhrif á samfélagið og vinnuumhverfi myndlistamannanna um aldamótin 1900. Rússnesk stjórnvöld veittu Finnum það fjármagn sem þurfti, til að byggja upp bæði land og þjóð en þau komu einnig fram með ýmis skilyrði. Finnar urðu að virða og vera leiðtogunum sínum hliðhollir til að halda sjálfsstjórn í sínum málum og efla þjóðfélagið í heild. Ritskoðunin á mynd-, tón- og ritverkum var mikil og stjórnvöld voru óhrædd við að fjarlægja það sem þeim leist ekki á. Niðurstöður ritgerðarinnar benda á að það er æskilegt, ef ekki nauðsynlegt, að skoða finnska aldamótamyndlist með tilliti til stjórnmálalegra og samfélagslegra atburða.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Astakápa lokaritgerð.pdf178.45 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
AstaLokaritgerð.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna