EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1659

Title
is

Leikskólinn og börn með Downs-heilkenni

Abstract
is

Fatlaðir einstaklingar hafa ætíð verið til í samfélagi okkar, það er þó ekki fyrr en nú á tímum sem við verðum vör við þessa einstaklinga því viðhorf til þeirra hafa breyst. Fatlaðir eru ekki lengur minnihlutahópur sem reynt er að útskúfa úr samfélaginu því með tíð og tíma hefur þekkingin leitt til þess að fatlaðir hafa fengið viðurkenningu á fötlun sinni og hafa þeir nú sambærileg réttindi á við aðra samfélagsþegna.
Viðhorf til fatlaðra hafa breyst mikið á síðustu árum eða áratugum og munum við skoða hvaða áhrif það hefur haft á leikskólagöngu fatlaðs barns. Meginviðfangsefni verkefnis okkar er að gera grein fyrir því hvernig þörfum barna með Downs-heilkenni er mætt í leikskóla. Til þess að fá sem besta sín á hvaða þörfum þarf að sinna hjá börnum með Downs-heilkenni þá munum við byrja á að fjalla aðeins um viðhorf til fatlaðra og fötlun almennt. Við fjöllum einnig um Downs-heilkenni og skoðum síðan hvaða leiðir þarf að fara til að mæta þörfum barna með Downs heilkenni. Þarfir barnanna eru misjafnar en við munum taka fyrir nokkra þætti sem við teljum einna mikilvægast að sé sinnt í leikskóla en þættirnir eru jafnrétti til náms, málþroski, hreyfiþroski og félagsþroski.
Til að fá víðari sýn en það sem fræðibækurnar hafa sýnt okkur gerðum við einnig athugun þar sem við könnuðum hvernig þörfum eins ákveðins barns með Downs-heilkenni væri mætt í leikskóla. Við tókum viðtöl við nokkra aðila sem koma að barninu en þessi viðtöl sýna hvernig þörfum þessa einstaka barns er mætt í leikskóla þess og gefur það okkur grundvöll til að bera saman fræðibækurnar og raunveruleikann. Í lokin greinum við frá niðurstöðu verkefnisins en þar kemur fram að margir möguleikar eru fyrir hendi til að mæta þörfum barna með Downs-heilkenni. Tjáskipti barnsins og félagsleg samskipti skipta megin máli þegar huga þarf að því hvernig þörfum barnsins er mætt í leikskólanum en jafnframt skiptir sú stoðþjónusta sem barnið fær í leikskólanum mjög miklu máli því með henni er haldið skipulega um það hvernig þörfum barnsins er mætt.

Comments
is

Verkefnið er lokað

Accepted
14/07/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Leikskólinn og bör... .pdf105KBOpen Table of Contents PDF View/Open
Leikskólinn og bör... .pdf333KBLocked Text Body PDF  
Leikskólinn og bör... .pdf136KBOpen Bibliography PDF View/Open
Leikskólinn og bör... .pdf127KBOpen Útdráttur PDF View/Open