is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16654

Titill: 
  • Stríð á Sturlungaöld : námsspil í samfélagsfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Námsspilið Stríð á Sturlungaöld er lokaverkefni Kristjáns Hildibrandssonar til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2013. Spilið er hugsað til kennslu um Sturlungaöld og er ætlað nemendum á miðstigi, unglingastigi og framhaldskólastigi. Við gerð spilsins voru markmið aðalnámsgráar í samfélagsgreinum höfð til hliðsjónar ásamt námsefni fyrir miðstig og framhaldskólastig.
    Námsspilið er ætlað til þess að festa í minni grunn upplýsingar um Sturlungaöld. Eftir að hafa spilað þetta námsspil eiga spilendur að eiga auðveldara með að afla sér nýrra og dýpri upplýsingar um tímabilið auk þess sem spilið á að auka áhuga þeirra á Sturlungaöld.
    Stríð á Sturlungaöld er borðspil sem flokkast undir landvinningaspil. Spilaborðið er Íslandskort sem sýnir valdaáhrif helstu ættanna á Sturlungaöld auk mörg helstu örnefna tímabilsins og örnefni helstu jökla, áa og stöðuvatna. Í spilinu eru svo notuð spjöld sem innihalda nöfn og lýsingar á helstu persónum Sturlungualdar og fjallað aðeins í lifnaðarhætti fólks á Sturlungaöld. Spilið er fyrir fimm leikmenn og getur tekið allt frá 30 mínútum upp í tvo klukkutíma en það býður einnig upp á styttri útfærslur með færri leikmenn.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stríð á Sturlungaöld.pdf2.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna