is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16658

Titill: 
  • Allir vinna ! : námsspil um hljóðkerfisvitund
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari greinagerð fjalla ég um lokaverkefni mitt sem er námsspil sem er ætlað að efla hljóðkerfis- og hljóðavitund nemenda. Þetta eru þættir sem mjög mikilvægt er að ungir nemendur nái tökum á þegar þeir fara að læra að lesa og að farið sé að vinna sem fyrst í því að efla færni í þeim ef að um veikleika er að ræða . Ef færni í þessum þáttum er ekki til staðar hjá nemanda er mjög líklegt að hann dragist aftur úr jafnöldrum sínum í lestri og bilið breikki jafnt og þétt eftir því sem líður á skólagönguna. Með markvissum og skemmtilegum verkefnum sem hægt er að finna í námsspilinu, er stefnt að því að efla færni nemenda í þessum þáttum.
    Mikið er til af námsefni sem tekur á þessum þáttum og hvernig á að efla þá. Markmiðið með gerð námsspils er að leitast við að gera námið skemmtilegra og fjölbreyttara og fá nemendur til þess að vinna saman og hjálpast að við að efla hljóðkerfisþátt tungumálsins.
    Fyrsti kafli greinargerðarinnar heitir Hljóðkerfis- og hljóðavitund og þar fjalla ég almennt um þessa tvo þætti og hvernig þeir tengjast þróun í lestri nemenda. Tengsl námsspils við markmið aðalnámskrár er annar kafli greinagerðarinnar og þar tengi ég eins og nafnið gefur til kynna námsspilið við helstu markmið aðalnámskrár, íslensku hluta hennar og einnig listgreina og er hægt að sjá að þetta námsspil fellur vel að þeim.
    Í þriðja kafla fjalla ég um rökstuðning minn fyrir því að notast við spil í kennslu og ber hann einnig sama nafn. Þar færi ég fram fræðileg rök fyrir því að námsspil geti haft árangursríkt nám í för með sér. Að spil séu ekki eingöngu gerð til að skemmta nemendum, heldur sé þeim einnig ætlað að fræða leikmenn og þá oft á mjög skemmtilegan, fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Þegar saman fer gleði, ánægja, og virkni við verkefnin er meiri árangurs að vænta, ekki síst þegar ungir nemendur eiga í hlut.
    Sagt er frá raunprófuðum kennsluaðferðum í fjórða kafla sem tengist þeim verkefnum sem leikmenn þurfa að leysa í spilinu.
    Kaflinn „Námsspilið og gerð þess“ kemur svo í lokin og þar lýsi ég námsspilinu sjálfu í heild sinni. Hvernig á að spila spilið, innihaldi þess og leikreglum, hvernig gekk að afla mér heimilda fyrir verkefnaspjöldin og hvernig gekk almennt við gerð námsspilsins.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI_SG (5).pdf4.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna