EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1669

Title
is

Það skal vanda sem lengi á að standa : aðlögun og foreldrasamstarf

Abstract
is

Eftirfarandi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í henni er fjallað um hvernig staðið skuli að aðlögun barna í leikskóla og hvernig foreldrasamstarfi er háttað, þá er sérstaklega farið í aðlögun nýbúabarna sem og samstarf við foreldra þeirra. Farið er í þroskaferil barnsins og skoðað hvernig barn myndar tengsl við þá sem annast það mest og mikilvægi þessara tengsla. Sífellt færist í aukanna að börn um eins árs aldur hefji leikskólagöngu. Miklu skiptir að aðlögun barns sé farsæl fyrir alla aðila því hún leggur grunn að samstarfi leikskólans og foreldranna. Aðlögun og foreldrasamstarf eru því samtvinnaðir þættir sem erfitt er að skilja að. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að ef vel er staðið að þessum þáttum þá styðji það barnið til frekari þroska.
Varpað er ljósi á hvað veldur fjölgun nýbúa hérlendis og hvaða stefnu stjórnvöld hafa tekið til að mæta þörfum þessara einstaklinga. Vegna þessarar fjölgunar hefur ásýnd leikskólanna breyst og fjölbreytileiki innan þeirra aukist. Samstarf við foreldra er tekið fyrir og kastljósinu beint að foreldrasamstarfi við nýbúa og þeim auknu kröfum sem þeir gera til leikskólans og leikskólakennaranna. Þróunarverkefni tveggja leikskóla, annarsvegar á Akureyri og hins vegar í Reykjavík, eru kynnt og þær leiðir sem þeir hafa farið til að bæta foreldrasamstarf við nýbúa. Í umræðum höfunda í lok ritgerðarinnar kemur fram að nauðsynlegt er að sveitarfélög og leikskólar grípi til aðgerða hvað varðar fjölgun barna nýbúa og barna í kringum eins árs aldurinn í leikskólum. Mikilvægt er að leikskólar geri móttökuáætlun sem stuðlar að farsælli aðlögun þessara einstaklinga.

Accepted
14/07/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Það skal vanda sem... .pdf363KBOpen Það skal vanda sem lengi á að standa-heild PDF View/Open